Á vitleysan virkilega að halda áfram ?

Við lestur fréttarinnar, Bónusgreiðslur til Straumsmanna, kemur bara ein spurnin upp í hugann´. Á vitleysan virkilega að halda áfram,hafa menn ekkert lært af hruni bankanna.

Það vantaði ekki að forsvarsmenn gömlu bankanna voru á miklum bónusgreiðslum,árangurstengdum að sagt var. Þrátt fyrir allar himinháu greisðlurnar tókst þessum aðilum að keyra allt í þrot og það ekki eingöngu sína banka heldur tóku allt þjóðfélagið með sér. Reyndar héldu snillingarnir bónusgreiðslunum,þrátt fyrir hrunið.

Svo dettur mönnum virkilega í hug að byrja aftur á sömu vitleysunni.


mbl.is Bónusgreiðslur til Straumsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hvað fengu þeir mikið í bónus fyrir að setja bankann á hausinn?  Fáranleikinn er orðinn all svakalegur.   Þetta er álíka og að kveikja í húsi og heimta síðan bónusgreiðslur fyrir að reyna að slökkva í því.

Guðmundur Pétursson, 18.8.2009 kl. 17:31

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Miðað við þessar tölur, þá verður meðalbónus á starfsmann á bilinu 41,5 - 166 milljónir  yfir þetta tímabil.

Guðmundur Pétursson, 18.8.2009 kl. 17:50

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þessir starfsmenn Straums eru þegar orðnir vanhæfir til starfans þarna. Ætla þeir að vinna lúshægt ef þeir fá ekki bónusgreiðslur? Það er nóg af fv. bankastarfsmönnum atvinnulausir núna og geta hæglega tekið við störfum þeirra - látum Straumsmennina bara fjúka!

En af hverju var Straumi bjargað - það skil ég ekki.

Guðmundur Jónsson, 18.8.2009 kl. 23:41

4 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Hvað er eiginlega í gangi? Á að halda svívirðunni áfram þar til fólk grípur til vopna, er það sem þessir fáráðar vilja, vopnaða byltingu og lýðurinn höggvi þá á Austurvelli?

Þórólfur Ingvarsson, 19.8.2009 kl. 04:39

5 Smámynd: Róbert Tómasson

Því miður er síðasti vitleysingurinn ekki fæddur enn, það þarf að stíga harkalega á "tippið" á þessum fuglum þegar þeir koma fram og berja inn í hausinn á þeim að svona fáránleika komist þeir ekki upp með.

Róbert Tómasson, 19.8.2009 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband