"Fjandinn hafi það. Davíð hafði rétt fyrir sér." Hvar er Fréttablaðið og Stöð 2 ?

Hallgrímur Helgason var í miklu opnu viðtali í síðasta helgarblaði DV. Í viðtalinu viðurkennir að Davíð Oddsson hafi haft rétt fyrir sér hvð varðar gagnrýnina á Baugsmiðlana.

Ég hef verið að bíða eftir því að sjá viðbrögð Fréttablaðsins og Stöðvar 2 við þessum yfirlýsingum Hallgríms Helgasonar en ekki orðið var við nein viðbrögð á þeim bæjum.

Nú hljóta það að vera stórtíðindi þegar maður eins og Hallgrímur viðurkennir að hafa vaðið í villu árum saman hvað varðar ofurtrú sína á Jóni Ásgeir og þeim Baugsmönnum. Hallgrímur var einn helsti verjandi þessara aðila og einn mesti gagnrýnandi á Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkinn.

Á löngu tímabili opnaði maður varla Fréttablaðið án þess að þar væri grein eða viðtal við Hallgrím um Davíð og Bláu höndina og svo lofsöngur um Jón Ásgeir og hans fyrirtæki. Sama má segja um Stöð 2,Hallgrímur var mikið óskabarn þessarar sjónvarpsstöðvar. Sífellt í viðtölum og í spjallþáttum. Reyndar var Egill Helgason einnig drjúgur að hafa hann í sínum þætti.

Merkilegt eða hvað að Fréttablaðinu og Stöð 2 skuli ekki finna neina hvöt hjá sér til að spjalla við Hallgrím um sitt breytta viðhorf til Baugsmiðla. Nú hafa þessir fjölmiðlar reynt að telja okkur trú að þeir væru hlutleysið upp málað og eigendur fjölmiðlanna hefðu engin áhrif á umfjöllun og fréttaflutning. Finnst lesendum þetta trúleg skýring eftir yfirlýsingar Hallgríms Helgasonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður punktur!!

Jón (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband