Steingrímur J. stóð við loforð. Guðjón Arnar fær bitling.

Margir vilja halda því fram að stjórnmálamönnum gangi illa að standa við loforð sem þeir gefa út. Einkum hafa margir haft orð á því að Vinstri grænir hafi svikið mörg þeirra lofirða sem þeir gáfu.

Eitt loforð stendur Steingrímur J. við. Hann sagði eftir kosningar þegar ljóst var að Guðjón Arnar myndi ekki ná inn á þing að hann þyrfti engar áhyggjur að hafa. Hann gæti bara komið og unnið í Sjávarútvegsráðuneytinu. Sreingrímur var þá sjávarútvegsráðherra. Formaður VG hefur svo talað við núverandi sjávarútvegsráðherra Jón Bjarnason að útvega Guðjóni vinnu svo hann gæti staðið við loforð sitt.

Náungakærleikur Steingríms J. er mikill og gott að hann gat látið vin sinn hafa bitling á kostnað ríkissjóðs.

Spurning hvað Steingrímur J. og Vinstri grænir hefðu sagt um slíka ráðningu hjá ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Ég er viss um að það hefðu verið notuð nokkur sterk lýsingarorð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Núna veit ég ekkert um þetta sérstaka mál né hvaða stöðu Guðjón Arnar fékk eða á að fá innan þessa ráðuneytis.

Hinsvegar veit ég að Guðjón Arnar hefur mikla reynslu tengda sjávarútvegsmálum og án efa yrði mikill fengur fyrir Sjávarútvegsráðuneytið.

Hinsvegar á öll störf að auglýsa og gæti þá Guðjón sótt um eins og aðrir.

Hvað varðar loforð Steingríms J... að það hefur farið lítið fyrir þeim. Flest allt sem lofað var fyrir síðustu kosningar hefur verið svikið.

ThoR-E, 31.8.2009 kl. 19:38

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Eigum við ekki að vona að Guðjón Arnar hafi verið ráðinn þarna inn á faglegum forsendum - 
Svo bíðum við og sjáum hver verður þjóðleikhússtjóri - ég veðja á að Katrín Jakobsdóttir velji flokkssystur sína Kolbrúnu Halldórsdóttur -

Óðinn Þórisson, 1.9.2009 kl. 07:45

3 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Guðjón Arnar er settur til þess að vinna að máli sem búið er að skipa nefnd um! Hvað á hlutverk hans svo að vera í því? Það hefði kannski verið hreinlegast að leggja peninginn bara beint inn á kallinn í formi styrks. Þetta eru stjórnunarhættir sem maður vonaði að heyrðu sögunni til.

Þórður Már Jónsson, 1.9.2009 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband