16.9.2009 | 21:08
Traust við Jóhönnu hrynur,Steingrímur J. sá sterki,staða Bjarna veik.Margir sjá lausnina í Davíð.
Margt er hægt að lesa út úr nýjustu skoðanakönnun um traust við stjórnmálamennina. Athyglisvert er t.d. að sjá hversu fylgið hrynur af Jóhönnu forsætisráðherra. Margir bundu miklar vonir við að Jóhanna væri sá bjargvættur sem þjóðin þyrfti á að halda. Vonbrigðin eru því mikil því flestum finnst lítið hafa gerst og Jóhanna ekki reynst sá frábæri verkstjóri eins og sumir vildu halda fram. Sennilega styttist í það að Ingibjörg Sólrún taki aftur við keflinu í Samfylkingunni.
Steingrímur J. virkar sá sterki í Vinstri stjórninni. Þó maður sé sjaldnast sammála honum verður að viðurkennast að hann er frábær ræðumaður og getur rökstutt sitt mál vel og er alltaf tilbúinn að ræða við fjölmiðla og útskýra málin. Þessir þættir eru að skila honum góðri útkomu.
Athyglisvert er einnig að sjá hversu fáir treysta nýjum formanni Sjálfstæðisflokksins. Bjarni virðist alls ekki ná að setja skoðanir sínar þannig á framfæri að almenningur hafi trú á því sem hann segir.Ég studdi Kristján Þór í formannskjörinu á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Ég held það hefði verið mun heppilegra að Kristján Þór hefði orðið formaður. Hann kemur úr þannig umhverfi og á auðvelt með að setja skoðanir sínar þannig fram að almenningur skilji hvað hann meinar.
Ótrúlegt og merkilegt er að sjá útkomu Davíðs Oddssonar í viðhorfskönnun Bylgjunnar og visir.is. Davíð ber þar höfu'ð og herðar yfir aðra varðandi ósk þjóðarinnar um leiðtoga sem gæti bjargað þjóðinni úr vandanum. Upplýst var að verulega mikil þátttaka hefði verið í viðhorfskönnuninni.
Miðað við það sem á undan er gengið hlýtur það að vera ánægjuilegt fyrir Davíð að sjá að þjóðin segist treysta honum best til að stýra þjóðinni útúr þeim vanda sem við erum í núna.
![]() |
Steingrímur nýtur mest trausts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
-
gumson
-
nkosi
-
addi50
-
baldher
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
artboy
-
gattin
-
carlgranz
-
diesel
-
gagnrynandi
-
einarbb
-
ellidiv
-
eyglohardar
-
ea
-
fhg
-
gesturgudjonsson
-
gretarmar
-
gudbjorng
-
lucas
-
dramb
-
gylfig
-
fosterinn
-
smali
-
helgi-sigmunds
-
helgimar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
hjorturgud
-
ibvfan
-
jakobk
-
johannp
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
kolbrunerin
-
ladyelin
-
lotta
-
liljabolla
-
altice
-
ludvikludviksson
-
maggij
-
iceland
-
redlion
-
rynir
-
heidarbaer
-
sigurjon
-
sv11
-
sigurdurkari
-
siggith
-
steffy
-
stebbifr
-
eyverjar
-
svanurg
-
tibsen
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
nautabaninn
-
hector
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
iceberg
-
tbs
-
doddidoddi
-
valdivest
-
malacai
-
annabjorghjartardottir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
eeelle
-
gauisig
-
elnino
-
zumann
-
gp
-
morgunblogg
-
minos
-
daliaa
-
johannesthor
-
stjornun
-
jonlindal
-
bassinn
-
kuldaboli
-
kristjan9
-
maggiraggi
-
odinnth
-
omarbjarki
-
oskareliasoskarsson
-
skari
-
siggus10
-
siggisig
-
steinn33
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 828899
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja..
Ekki er ég sammála því að fyrrum þingmenn eða ráðherrar komi til baka..Það er fullt af fólki í landinu okkar sem er hæft til verka..Svo Sigurður..þótt staða Bjarna sé veik..þá er ekki lausnin að kalla til fortíðina.
Kveðja.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.9.2009 kl. 23:34
Það sem háir Bjarna er að vera með Þorgerði Katrínu sem varaformann,hún á fyrir löngu að vera búinn að sega af sér,þau hjónin koma úr þessu spillingarliði.Á hvaða glasi eru þeir sem vilja fá Davíð aftur ? kv
þorvaldur Hermannsson, 17.9.2009 kl. 01:09
Jæja hjáguðadýrkunin að ná hámarki, ykkur er ekki við bjargandi.
Það á að sækja í sömu förin aftur.
Kunnið ekki að skammast ykkar, þið eigið alla sök á því hvernig komið er fyrir Íslenskri þjóð.
Núna fer maður bara að yfirgefa þennan auma klaka .
Kveðja Arthur
Arthur Páll Þorsteinsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 09:22
Hvor skyldi vera eldri í pólitík Steingrímur, Davíð eða Jóhanna: Satt og rétt að Steingrímur er fljótur að svara fyrir sig og vel þjálfaður . Hinsvegar hefur engum stjórnmálamanni á þessari öld né hinni síðustu, verið veitt þvílík fjölmiðlaathygli.Jóhanna Vigdís var með daglegar meinar útsendingar með honum meðan Icesafemálið var í meðförum. Kvöldið sem málinu lauk á þingi, skrapp Steingrímur á Hellu, eða hvolsvöll og Jóhanna , mér rakki eftir húsbónda. Og jú fyrsta frétt í Ríkisútvarðinu og þriðja í ríkissjónvarpinu, var að Steingrímur hefði strax snúið vörn í sókn með glæsibrag og skammað Sjálfstæðisflokkinn og frjálshyggjuna í heiminum. Agnes Braga var helgina á eftir með a.m.k. tvær heilar opnur í mogga . Þetta og fleira eru auðvitað ókeypis auglýsingar fyrir kappann. Eða hvaðE.t.v. kemur einhver greiði?
Halldór Ben Halldórsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 11:21
Svo er traust eitt og stuðningur annað. Ég treysti Steingrími vel en er ósammála honum um margt í pólitík og á það við um Jóhönnu líka. Svo er spurning hvernig fólk skilur traustspurninguna og hvort það sé misjafnt eftir flokkum.
Héðinn Björnsson, 17.9.2009 kl. 11:51
Flokkar sem eru búnir að hafa sterkan leiðtoga lenda í "leiðtogatimburmönnum". Sjáum Íhaldsflokkin i Bretlandi. Þeir eru fyrst núna að ná sér eftir Thatcher tímann. John Major lengdi Thatcher tímann aðeins, rétt eins og Geir Haarde lengdi aðeins Davíðstímann. Sambærilegt er nú með breska Verkamannaflokkinn, eftir Blair þá er Gordon Brown í svipaðri stöðu og John Major og Geir Haarde. Hvorki Davíð eða Kristján Þór eru lausnin fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það þarf annarsstaðar að leita að lausninni.
Gísli Gíslason, 17.9.2009 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.