Vinstri stjórnin trúir að skattahækkanir leysi vandann. Ættu að líta á lausnir Svía.

Alveg er það hreint furðulegt að Vinstri stjórnin skuli helst sjá lausn allra vandamála með því að hækka skatta. Með Vinstri stefnunni eiga vandamálin eftir að aukast mjög.Það getur ekki verið skynsamlegt að  ætla sér að skattpína þá sem hafa vinnu og þau fyrirtæki sem enn lifa sæmilegu lífi.

Þessi Vinstri stefna verður til þess að drepa allt niður. Hugsið ykkur t.d. vitleysuna með svokölluðum sykurskatti. Það á hugsanlega að gefa ríkissjóði 2 milljarða en kemur til með að hækka skuldir heimila um 8 milljarða. Verðbólgan eykst og minni líkur verða á vaxtalækkun.

Fréttir voru núna í vikunni frá Svíþjóð þess eðlis að þar stefni ráðamenn í lækkun skatta. Hvers vegna? Jú,rökin eru ósköp einföld. með skattalækkun hefur almenningur meira fjármagn til ráðstöfunar til að kaupa sér vörur og þjónustu. Hvað þýðir það? Fleiri fá vinnu og borga skatta af sínum launum. Þegar upp er staðið fær ríkið meiri tekjur heldur en ef skattar eru hækkaðir.

Það er alveg með ólíkindum hvað margir styðja Vinstri skattahækkanaflokkana.


mbl.is Vanskil aukast hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nostradamus

Já, allir sem ekki styðja Hægri EinkavinavæðingarstelumölluafþjóðinnioggefumvinumokkarfyrirklinkokkarbestumenneruFinnurIngólfssonogBjarniBenediktsson þeir styðja vinstri flokkana...

Ekki ætla ég að verja vinstra ruslið en....

 Ertu virkilega svo blindur að halda að hægri skíturinn myndi gera betur??

Nostradamus, 17.9.2009 kl. 13:53

2 identicon

Grátlegt að við skulum bara geta haft hægri mafíósa og vinstri skatta-mafíósa.  Við verðum að stoppa óstjórnina. 

ElleE (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband