20.9.2009 | 22:25
Við höfum eitt hundrað prósent Vinstri stjórn.
Já,það var og. Auðvitað lá það alveg ljóst fyrir að með því að kjósa yfir okkur vinstri stjórn fáum við skattahækkanir í tonnatali. Það var,er og mun alltaf verða aðaleinkenni vinstri stjórnar. Samfylkingin og Vinstri grænir sjá enga aðra lausn en hækka alla skatta. Hverjir eiga að borga? Þeim fækkar óðum í landinu sem hafa bolmagn til að greiða hærri skatta. Fyrirtækin eru að drepast undan háum vöxtum. Alemmningur er að kikna undan verðhækkunum, háuum vöxtum,atvinnuleysi o.s.frv.
Eina lausnin sem vinstri stjórnin sér er skattahækkun. Halda ráðherrarnir virkilega að skattahækkanir verði til þess að auka kraftinn í þjónustu,verslun og öðrum atvinnugreinum. Með þessari stefnu munu fleiri og fleiri fyrirtæki gefast upp og þannig verða það fleiri og fleiri sem missa vinnuna. Það verða þá færri sem eiga að bera uppi alla skattahækkanirnar.
Þessi skattpíningarstefna Vinstri stjórnarinnar er röng.
Það sem hefði skipt mestu máli núna er aðö lækka vexti og lækka skatta til að virkilega örva atvinnulífið og auka kaupmátt almennings. Það hefði virkað sem vítamínsprauta fyrir atvinnulífið.
Til viðbótað hefði svo þurft að koma ýmsum stórfræmkvæmdan á fullt skrið í stað þess að draga og draga ákvarðanatökuna.
Við munum ekki ná á srið á meðan 100 % vinstri stefna ríkir við stjórn landsins.
Miklar skattahækkanir í farvatninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sæll
Eitt er rétt í þessum pistli, það að vexti verður að lækka, það er það sem getur hjálpað atvinnulífinu að komast uppá hnén á nýjan leik. Vil benda þér á að skattar á fyrirtæki eru hér með því lægsta sem þekkist þannig að ekki er þörf á að lækka þá það er ljóst.
Ljóst er að það vantar fé inní ríkissjóð og inní rekstur sveitarfélaga sem mörg hver standa mjög höllum fæti, fjár verður ekki aflað nema með sköttum. Tekjuöflunar leiðir ríkisins eru takmarkaðar við skatta beina og óbeina þannig að ekki verður fjárins aflað með öðrum leiðum.
Hvaða lausn hefur þú fram að leggja til að reyna að rétta af tóman ríkiskassa og óhemju halla á rekstri þjóðarinnar sem heildar?
Mér þætti tilhlýðilegt að þú legðir hér fram þínar tillögur að lausnum til að afla ríki og sveitarfélögum tekna.
Páll Kárason (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 22:57
Hér er skemmtilegur leikur. Prófið að segja tíu sinnum eins hratt og þið getið "skattaglatt vinstra-pakk".
Ómar (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 23:00
Við höfum 1000% kreppu. Hver á t.d. að borga atvinnuleysingjatryggingar þegar engir peningar eru til í ríkissjóði?
Þú lifir ekki á neinum venjulegum tímum, væni minn.
Kári (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 23:46
Sæll Sigurður, takk fyrir góðan pistil - ég er sammála þér þarna eins og oft áður.
Jón Þórðarson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 23:50
Páll.
Að sjálfsögðu vantar sveitarfélögum og ríkissjóði meiri tekjur. En er lausnin að hækka skatta og álögur á þeim sem í dag hafa einhverjar tekjur. Er lausnin að draga úr allri neyslu og þjónustu með háuum álögum. Það þýðir ósköp einfaldlega að færri og færri hafa efni á að kaupa þjónustu og versla. Það þýðir svo að fleiri og fleiri missa atvinnu í þjónustugeiranum og verslunum. Ekki mun það fólk þá greiða mikla skatta,heldur verður að fá greiddar atvinnuleysisbætur,en sá sjóður er að tæmast.
Það hlýtur að vera skynsamlegra að reyna að koma atvinnulífinu í gang með lægri sköttum og að lækka frekar skatta heldur en hækka. Það mun skila ríkinu og sveitarfélögum mun meiri tekjum heldur en skattpíningarstefna Vinstri stjórnarinnar.
Sigurður Jónsson, 21.9.2009 kl. 00:36
Mikið er ég sammála þér Sigurður.
Hrafna (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 10:48
Tek undir orð Páls varðandi skattana. Þeir eru hér með því lægsta sem þekkist. Ísland er í raun skattaparadís fyrirtækjanna. Að lækka þá skatta skilar ekki miklu. Þeir gráðugu finna sér alltaf leiðir hvort eð er til að komast framhjá sköttum, sama hversu lágir þeir eru. Meira að segja hinn lági fjármagnstekjuskattur sem var hér (10%) dugði þeim gráðugu ekki. Hann var lækkaður í þetta með sömu rökum og þú, Sigurður, ert að tala um núna. Það átti að "halda fjármagninu hér". Þetta átti að skila svo miklu. Átti að koma í veg fyrir að þeir gráðugu færu með féð úr landi. Hvað kom svo í ljós? - Jú, þeir gráðugu fóru samt með féð úr landi.
Niðurstaða: Það er alveg sama hvað þú lækkar skatta mikið. Þeir gráðugu vilja ekki borga NEINN skatt.
Niðurstaða2: Það er því algjört rugl að vera að haga skattamálum með þann hóp í huga. Best að láta það lið bara fara algjörlega og vera laus við þá breytu í öllum útreikningum.
w00t (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.