21.9.2009 | 23:24
Davíð yrði öflugur Moggaritstjóri.
Ekki veit ég frekar en þið flest hvort eitthvað er til í því að Davíð Oddsson verður ritstjóri Moggans. Eitt er víst að verði Davíð ráðinn ritstjóri munum við eiga von á hressilegum ritstjórnargreinum og væntanlega verður Reykjavíkurbréf Moggans á sunnudögum vel skrifað.
Það kemur mér lítið á óvart að vinstri menn skuli lítt hrifnir verði Davíð ritstjóri Moggans. Þeir munu eflaust fá þær athugasemdir sem þeir eiga skilið.
Sumum finnst skrítið að eigendur Moggans skuli hafa látið Ólaf Þ. Stephensen fara. Auðvitað er það eðlilegt að eigendur vilji hafa ritstjóra sem endurspeglar viðhorf sín til þjóðmálanna. Halda menn virkilega að t.d. eigendur Fréttablaðisins vilji hafa ritsjóra sem vinna gegn þeirra skoðunum. Fráleitt að halda það.
Það er nauðsynlegt að fá fjölmiðil sem vinnur vel gegn vinstri stefnunni sem nú tröllríður öllu í þjóðfélagi okkar.
Það yrði bara hressilegt að fá Davíð sem ritstjóra Moggans.
Ekki búið að ráða nýjan ritstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
EF DAVÍÐ ÞESSI ODDSSON VERÐUR RITSTJÓRI MORGUNBLAÐSIN,AÐ ÞÁ MUN ÉG SEGJA UPP ÁSKRIFT MINNI,EN ÉG HEFI VERI ÁSKRIFANDI Í 36 ÁR. DAVÍÐ ÞESSI ODDSSON ER ÞAÐ SPILLTASTA MANNGERPI SEM ÞJÓÐIN HEFIR ALIÐ OG AMEN.
Númi (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 23:42
já og ennþá meir hressandi að fá bullið úr Hannesi Hólmstein innum lúguna á hverjum morgni....er það ekki.
zappa (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 00:07
„vinstri stefnunni sem nú tröllríður öllu í þjóðfélagi okkar.“
Ég vissi ekki að enn væru til Íslendingar sem hafa ekki gert sér grein fyrir því að það var frjálshyggja Sjálfstæðisflokksins sem hefur tröllriðið öllu á slig í okkar þjóðfélagi. Gersemi eins og Sigurð Jónsson verður að varðaveita og stoppa upp.
Ég hef verið áskrifandi í 35 ár og segi hiklaust upp minni áskrift fari svo að Hrunameistarinn verði ráðinn. Ég trúi því reyndar ekki fyrr en ég tek á því.
Hjálmtýr V Heiðdal, 22.9.2009 kl. 08:09
Eitt er að vera fastur í fortíðinni en guð hjálpi þér maður enda segir það sig sjálft þegar þú segir
Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-
stjórnarmálum og blaðaskrifum.
Það er kominn tími til að unga fólkið taki við blöðunum, Davíð er búinn með sína vinnu og má fara á eftirlaun STRAX ef ég á að dæma út frá minni reynslu það að vera maður samfélagsins. Farið vel með ykkur.
Julius Gardarsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 10:11
Þetta er nú merkilegt viðhorf hjá þér Sigurður. Það er búið að gefa eftir 5 milljarða af skuldum Morgunblaðsins, trúlega í þeirri von að þar verði rekinn vandaður fjölmiðill. Bent hefur verið á að veikir fjölmiðlar sé ástæðan fyrir því hvernig fór fyrir íslenska fjármálakerfinu. Nú er allsherjar endurskoðun í gangi og rannsóknarnefndir að gera úttektir á orsökum málsins. Davíð Oddsson væri svo gjörsamlega vanhæfur til að taka þátt í umfjöllun um þau mál. Hann sem að hefur verið af TIME valinn sem einn af 25 einstaklingum sem bera helst áhrif á efnahagskrepunni í heiminum.
Það getur vel verið skiljanlegt að þú viljir ná að vinna gegn vinstri sveiflunni í landinu en það verður þú að gera óstuddur af Davíð Oddssyni. Verði hann ráðin mun það fyrst og fremst verða vont fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það gæti dregið enn sterkar fram skilin milli LÍÚ klíkunnar og annarra. Það myndi vera öflug olía á neistann hjá vinstri mönnum að uppræta spillinguna og mylja niður vígi hins forpokaða þankagangs sérhagsmunagæslu.
Gunnlaugur B Ólafsson, 22.9.2009 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.