4.10.2009 | 13:45
Samþykktu samninginn blindandi. Ögmundur rekinn úr ríkisstjórninni.
Guðfríður Lilja þingflokksformaður Vinstri grænna gaf út sterkar yfirlýsingar í Silfri Egils í dag. Þar sagði hún frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt Icesave samninginn án þess að hafa séð hann. Ögmundur einn andmælti. Guðfríður Lilja sagði einnig að þingflokkur Samfylkingarinnar hefði í heilu lagi samþykkt samninginn án þess að hafa séð hann. Það hefði verið fyrir andstöðu nokkurra þingmanna VG að samningurinn fór ekki óbreyttur í gegn.
Þessar lýsingar Guðfríður Lilju eru hreint ótrúlegar. Hugsið ykkur að hver og einn einasti þingmaður Samfylkingarinnar var tibúinn að samþykkja skuldbindingar á ríkissjóð uppá hundruðir milljarða án þess að hafa séð samninginn. Er ástæðan að vilja ekki styggja stóru þjóðirnar innan ESB ?
Guðfríður Lilja sagði ennfremur að Ögmundur Jónasson hefði verið rekinn úr Vinstri stjórninni. Hún lagði svo til að Vinstri flokkarnir sæju að sér og byðu Ögmundi aftur í ríkisstjórnina.
Ég held að yfirlýsingar Guðfríðar Lilju undirstriki rækilega hvernig vinnubrögð Jóhönnu og Steingríms J. eru. Vinnubrögðin eru svo ótrúleg að erfitt er að skilja að ráðherrar og þingmenn ætluðu bara svona si svona að samþykkja hunruð milljarða skuldbindinu án þess að hafa einu sinni séð samninginn. Sem betur fer voru til þingmenn innan VG, sem létu ekki teyma sig á asnaeyrunum í þessu máli.
Ég er svo ekki eins ánægður með þingmenn VG hvað varðar uppbyggingu atvinnulífsins eins og með að ætla að fresta eða stoppa framkvæmdir í Helguvík og á Bakka.
Samþykktu Icesave blindandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta er alveg með ólíkindum. Maður er hættur að botna í þessu. Ekki vill Steingrímur fara í ESB svo ekki er sú ástæðan hjá honum allavega. En þetta er rétt með uppbyggingu atvinnulífsins og VG. Og mátti svo sem búast við því..Ég hélt samt að aðstæðurnar myndu hafa einhver áhrif en það virðist engu skipta þó hér sé bullandi atvinnuleysi.
Kveðja.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 4.10.2009 kl. 13:55
Liljurnar, Ömmi og Atli verða að gefa út sameiginlega yfirlýsingu þess efnis að þau séu gengin til liðs við stjórnarandstöðuna.
Það hvílir á þeirra herðum að leysa Icesave með ÞórSaari, Höskuldi og Bjarna
Það er ekki hægt að teygja þennan lopa öllu lengurJón Óskarsson (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 14:08
Mér sýnist nú að þeir reyni margt til að gera stöðu okkar enn verri en hún er og að hugsa sér að samþykkja hlutina bara blindandi.
Það er að sjá að Ögmundur hafi verið sá eini með viti í ríkisstjórninni. Þess vegna var honum sparkað út í kuldann.
Svo er aftur hitt með bæði Samfylkinguna og Vinstri Græna að gjörningar þeirra sýna að stóriðja er ekki velkomin og endalaust er verið að leggja stein í götu þeirra sem að uppbyggingu standa.
Stefán Stefánsson, 4.10.2009 kl. 14:35
Gott að einhverjir sjá að orka Íslands er auðlind fleiri kynslóða en einnar. Næst á eftir IMF hamförunum og Æsseif kemur stóriðjubrjálsemi frjálshyggjumanna.
Hvaða virkjanleg orka er eftir handa næstu kynslóðum og auknum fólksfjölda þegar búið verður að mata Helguvík, Bakka, gagnaverið á Blönduósi og svo hugbúnaðarfyrirtækið á Miðnesheiði?
Árni Gunnarsson, 4.10.2009 kl. 16:33
Ögmundur var beðinn um að endurskoða hug sinn um stjórnarsetu en hann vildi það ekki.
Það hentar ekki stöðu hans sem stjórnmálamanns og með tilliti til þess hvert hann sækir fylgi sitt að vera heilbrigðisráðherra í illvígum og erfiðum niðurskurði.... þess vegna hætti hann af eigin frumkvæði.
Svo ..eðlilega reynir hann að pakka því inni sellófan icesave og óskilgreindra vísana í hugsjónir.
Mér sýnist að honum hafi tekist að hluta að selja þá skýringu en heilbrigðsniðurskurðurinn og endurskipulagning þess málaflokks var honum pólitíkst ofviða.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.10.2009 kl. 16:38
Neyðarlögin sem sett voru fyrir ári síðan voru líka samþykkt án þess að flestir þingmenn væru búnir að lesa þau. Sem er furðulegt því texti frumvarpsins var alls ekki mjög umfangsmikill.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2009 kl. 18:01
Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig andspyrnuhreyfingin í vg mun kjósa á alþingi um Icesave
Jóhanna sagði að Icesave færi ekki fyrir alþingi nema það lægi fyrir meirihluti - EINNIG ef ekki næðist samstaða í stjórnarflokkunum um Icesave yrði að endurskoða stjórnarsamstarfið -
Guðfríður Lilja vill að alþingi sé óhlekkjað - EN það vill Jóhanna.
Og samkv. Guðfríður Lilju var Ögmundur gerður brottrækur úr ríkisstjórn og ekki væri skoðanafrelsi við ríkisstjónarborðið
Óðinn Þórisson, 4.10.2009 kl. 18:16
Sigurður - sammála þér að flestu leiti. En, ég er ekki lengur viss, að það sé svo gott að byggja þessi álver, jafnvel þó það kosti það að samdráttur næsta árs, verði eins slæmur og ársins í dag:
Ég les ekki Smuguna mjög oft, en ég hef samt verið hugsi að þessari grein.
Hinar miklu orkulindir Íslands - Sigmundur Einarsson, jarðfærðingur
http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/2327
Ef hann hefur rétt fyrir sér, þá er betra að sleppa þessu, jafnvel þó það kosti meira atvinnuleysi og erfiðari tekjuskilyrði ríkisins.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.10.2009 kl. 20:54
ESB er orðin mantra hjá öllu þessu liði, því það hefur ekkert upp á annað að bjóða. Þetta er ráðalaust fólk og þá verður fólk dálítið fasískt og lýðurinn sem fylgir því fer með sömu möntruna, alveg blindandi og án þess að hugsa. Þannig er það best fyrir stjórnmálamennina.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.10.2009 kl. 21:44
Verkstjórn Heilögu Jóhönnu er bara JOKE og svo er frekar augljóst að þessir sauðir í ríkisstjórninni stíga ekki í vitið - bara FÁBJÁNAR samþykkja stærsta samning Íslandssögunnar án þess að kynna sér málið. Með svona drasl lið upp í brú á þjóðarskútunni þá getur hún ekki annað en sokkið - það er þá í annað sinn á tveim árum sem Samspillingin strandar þjóðarskútunni okkar....lol.....!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 5.10.2009 kl. 10:14
Fólk talar um atvinnuleysi á það ekki eftir að koma því miður held ég að bæði ríkið og sveitarfélög þurfi að skera töluvert fitulag og það er staðreynd að við íslendingar erum enn að fá vinnuafl frá góðum þjóðum eins og póllandi í störf sem við nennum ekki að sinna. Já og svo þessi pólitík ég á léttara með að skilja VG heldur en þetta samfylkingarrugl og pólitíkusar verða að fara að skoða sinn gang við höfum ekki efni á vinsældarpólitík í dag.
Magnús (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.