Jóhanna biður þjóðina afsökunar f.h. Samfylkingarinnar. Hvað með að bæta við afsökunarbeiðni vegna Icesave og ESB.

Loksins,loksins hefur Jóhanna Samfylkingarformaður séð að allt klúðrið var bara ekki einhverjum öðrum að kenna. Það er ekki eingöngu hægt að kenna Davíð og Sjálfstæðisflokknum um.

Jóhanna sjál,Össur,Björgvin og Ingibjörg Sólrún voru öll á vaktinni þegar allt hrundi. Hvar voru tillögur eða aðvaranir Jóhönnu þá. Ingibjörg Sólrún þeystist um allan heim til að sannfæra þjóðirnar um að hér væri allt í lagi. Hvað með Björgvin bankamálaráðherra nú eða Össur.

Auðvitað er ánægjulegt að loksins skuli Samfylkingin sjá ástæðu til að biðja þjóðina afsökunar á sínu klúðir. Að sjálfsögðu eru það fleiri en Samfylkingin sem brást og þar er Sjálfstæðisflokkurinn ekkert undanskilinn. En það sem er athyglisvert við afsökunarbeiðni Jóhönnu er að hingað til hefur Samfylkingin viljað kenna öðrum um. M.a.s. nýlega vildi Jóhanna skrifa 300 milljarða skuld á Davíð Oddsson einan.

Jóhanna hefði þurft að bæta við afsökunarbeiðnina Icesave klúðrinu og þann undirlægjuhátt sem hún og Samfylkingin er með gagnvart Bretum og Hollendingu,

Jóhanna og Samfylkingin hefðu þurft að bæta við afsökunarbeiðnina hversu mila áherslu þau hafa lagt á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tæki við stjórn landsins með hörmulegum afleiðingum.

Jóhanna og Samfylkingin hefðu þurft að biðja þjóðina afsökunar á því að vilja fórna öllu fyrir það eitt að sækja um aðild að ESB.

Jóhanna og Samfylkingin þyrftu einnig að biðja þjóðina afsökunar á því að hafa sagt að með því að reka Davíð Oddsson úr Seðlabankanum myndu vextir strax lækka og allt efnahagslífið lagast. Það hefur ekki gerst.

Jóhanna og Samfylkingin þurfa einnig að biðja þjóðina afsökunar á því að hafa haldið fram að við það eitt að sækja um aðild að ESB myndi íslenska krónan styrkjast strax. Það gerðist ekki.

Sem sagt, það ber að fagna að Jóhanna og Samfylkingin skuli nú viðuirkenna ábyrgð sína á hruninu en það vantar mun fleira sem Jóhanna og Samfylkingin þurfa að biðja þjóðina afsökunar á.

Kannski kemur það í vikunni.


mbl.is Biður þjóðina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og ritað beint frá mínu hjarta. Hverju orði sannara.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 15:51

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Stefnuræðan í gær, viðtal Mbl.is við Össur í dag og svo núna afsökunarbeiðni.

Maður fær á tilfinninguna að Samfylkingin sé sprungin og að Jóhanna og Össur séu að búa sig undir stjórnarslit. Það hvernig þau "sjá ljósið" allt í einu núna, þegar það er löngu orðið of seint, lýsir örvæntingu.

Haraldur Hansson, 6.10.2009 kl. 16:18

3 identicon

Allt Jóhönnu að kenna?Er þetta fasismi?

Ómar Sigurjónsson (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 23:45

4 identicon

Alveg ótrúlegt hvernig heiðvirtu fólki er snúið upp í andhverfu sína af fólki sem ekki kann að skammast sín. Aðdragandi og afleiðing hrunsins var löngu fyrirséður og ber "sjálfstæðisflokkuruinn" höfuð ábyrgð á hvernig komið er. Skammist það fólk sín fyrir hrokann.

Kveðja Arthur

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 01:12

5 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Jóhanna sjál,Össur,Björgvin og Ingibjörg Sólrún voru öll á vaktinni þegar allt hrundi.

Það voru einhverjir fleiri á vaktinni var það ekki???

Mín reynsla af vaktavinnu er sú að ef vaktin klúðrast er engin undanskilin, það var þessi vakt öll sem klúðraði málinu

 

 

Ari Guðmar Hallgrímsson, 7.10.2009 kl. 09:28

6 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Hvar hefur þú búið Sigurður Jónsson??Annaðeins bull hef eg ekki seð á prenti lengi.Þvílikt.

Árni Björn Guðjónsson, 7.10.2009 kl. 12:49

7 Smámynd: Sigurður Jónsson

Árni Björn. Þú mátt kalla skrifin hvað sem þú vilt, en hvert einasta orð sem ég skrifa er satt og rétt.

Sigurður Jónsson, 7.10.2009 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband