Á forsetinn ekki að vera sameingartákn þjóðarinnar?

Merkilegt var að hlusta á svör Ólafs Ragnars,forseta, er hann svaraði spurningum í sjónvarpinu í gærkvöldi.M.a. var hann spurður að því hvort hann hefði ekki áhyggjur að því að aðeins 1% þjóðarinnar liti á hann sem sameiningartákn þjóðarinnar.

Nei,nei, sagði Ólafur Ragnar.Ég lít ekki á að forsetinn eigi að vera sameiningartákn þjóðarinnar.

Bíddu nú við,halló,halló.  Hver á þá að vera sameiningartákn þjóðarinnar? Ef forsetinn lítur svona á embættið til hvers þurfum við það þá.

Auðvitað þarf að vera forseti í landinu sem þjóðin getur litið á sem sameiningartákn. Það eina rétta í svari Ólafs Ragnars er að það gerist ekki á meðan hann situr í embættinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég dáist að því fólki sem nennir að lesa endalausar endurtekningar frá þér Sigurður..

hilmar jónsson, 7.10.2009 kl. 16:30

2 identicon

Í könnun sem Útvarp Saga gerði fyrir skömmu og rúmlega tvöþúsund manns tóku þátt í, þá vildu 88% svarenda leggja forsetaembættið niður.

Ólafur Ragnar hefur sennilega sett nýtt heimsmet þjóðhöfðingja í hryðjuverkum gegn sinni eigin þjóð, miðað við höfðatölu.

Dorit hlýtur að vera ánægð að eiga "stórasta forseta í heimi" í einhverju, eftir að hann féll á knapaprófinu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 17:05

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

hilmar. Ég leit aðeins á síðuna þína. Svolítið er ég nú hissa að þú skulir tala um endurtekningar hjá öðrum.

Reyndar tel ég nú að bæði Ólafur Ragnar og forystumenn Vinstri stjórnarinnar sé nú alveg næg ástæða til að ræða þeirra mál aftur og aftur ekkert síður en þú ræðir um Davíð og Sjálfstæðisflokkinn.

Sigurður Jónsson, 7.10.2009 kl. 17:33

4 identicon

Hilmar er að hæla sjálfum sér fyrir lestararáhugann, - sem er yfirleitt ekki talið merki mikillar visku.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 17:47

5 identicon

Ég dáist að því fólki sem nennir að lesa endalausar endurtekningar til að það geti dáðst að því fólki sem nennti að lesa það!? 

Sigurður, haltu bara þínu striki.  Og í guðs bænum ekki sleppa endurtekningunum.   Með endurtekningum læra menn.

ElleE (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband