Byggja menn skjaldborg með því að ráðast á kjör öryrkja og ellilífeyrisþega.

Enginn efast um að nú sé erfitt ástand í efnahagsmálum þjóðarinnar. Enginn efast um að þjóðin verður að taka á sig byrðar pg lífskjör munu versna. En hvað sögðu forystumenn Vinstri stjórnarinnar. Höfuðatriðið er að standa vörð um hagsmuni þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu.

Nú hefðir maður ímyndað sér að ansi stór hópur öryrkja félli undir þann hóp og fjölmargir ellilífeyrisþegar.

Það kemur því á óvart að Vinstri stjórnin skuli ráðast á og skerða kjör öryrkja. Svívirða er svo að ríkisstjórnin skuli leggjast svo lágt að ætla að skerða vasapeninga ellilífyrisþega um þriðjung.

Að þetta skuli vera ríkisstjórn sem kennir sig við réttlæti og jöfnuð er ótrúlegt.

Nýjasta útspil Vinstri stjórnarinnar er að ætla sér að standa ekki við hækkun persónuafsláttar varðandi skattinn. Sú ákvörðun hlýtur að koma verst niður á þeim sem lág laun hafa.

þetta eru kaldar kveðjur frá Samfylkingu og Vinstri grænum til öryrkja og ellilífeyrisþega.

 


mbl.is ÖBÍ: Ekki meir, ekki meir!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Velferðarstjórnin hefur því miður úr litlu að moða, Og enginn önnur úræði en Esb umsókn og herðing sultarólar. Skjaldborgin hrundi löngu áður en hún var byggð. Ég er hinsvegar því miður ekki svo viss um að aðrir hafi eitthvað frekar lausnir á vandanum. Það virðist sem að allt vinni gegn úrbótum.

Offari, 8.10.2009 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband