Nú hlýtur allt að lagast fyrst búið er að semja um Icesave. Eldsneyti lækkar,vextir lækka, verðbólga lækkar.Eða hvað ?

Samkvæmt því sem Jóhanna og Steingrímur J. segja þurfti bara að skrifa undir Icesave og þá mun allt lagast. Reyndar var þetta nú líka sagt varðandi umsóknina um ESB og viðræðurnar við AGS. En núna hlýtur  þetta að vera rétt. Varla geta þau endalaust verið að segja okkur eitthvert bull.

Við þurfum því ekkert að óttast þó eldsneyti hækki nú örlítið. Framundan er að verðbólgan lækkar mikið, vextir munu lækka um mörg,mörg prósent. Íslenska krónan mun styrkjast einhver ósköp.

Þetta er sú mynd sem Jóhanna og Steinghrímur J. hafa dregið upp ef við bara viljum vera svo góð og hlýða öllu sem Bretar og Hollendingar segja okkur. Hvað eru nokkrir hundruð milljarðar svona milli vinaþjóða. Við megum heldur alls ekki styggja svona þjóðir vegna umsóknar okkar í ESB.Það má nú fórna ansi miklu fyrir að komast í þann klúbb.Félagsmálaráðherra segir það verða fínt fyrir okkur að verða lítill hreppur í ESB.

Já,það er mikill munur að hafa Vinstri stjórn.


mbl.is N1 hækkar eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Við fengum sjálfstæði frá dönum fyrir einhverjum tugum ára.

Nú hafa bretar og hollendingar eignast okkur í staðin.

Þá voru nú danirnir skárri, svei mér þá.

ThoR-E, 19.10.2009 kl. 16:03

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ráðherrar, hagfræðingar, stjórnmálafræðingar! Þegar upp er staðið er þetta fólk ekki marktækara í spám um efnahagshorfur en afgreiðslufólkið í stórmörkuðum eða beitningarmennirnir í Grímsey.

Árni Gunnarsson, 19.10.2009 kl. 16:38

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þú gleymir aðalatriðinu.  "gengið mun hækka"...

Kristinn Pétursson, 19.10.2009 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband