28.10.2009 | 14:48
Hvað segir Samfylkingarfólk á landsbyggðinni um orð félagsmálaráðherra.
Tal Árna Páls félagsmálaráðherra um grátkór sjávarútvegsins og álvera hefur að vonum vakið athygli.Félagsmálaráðherra sagði að full ástæða væri að veðja á annað en sjávarútveg og álver. Hvað á hann eiginlega við?
Hvað finnst Samfylkingarfólki um þessi orð. Hvað eiga íbúar á landsbyggðinni að gera ef það er vilji félagsmálaráðherra að leggja sjávarútveginn niður. Hvað annað á að koma í staðinn? Þetta er hreint ótrúlegt hjá ráðherranum. Hvað ætli íbúum á Austurlandi finnist um það ef leggja á niður sjávarútveginn og álverið? Hvað annað á að koma í staðinn?
Hvað ætli Samfylkingarfólk í Vestamannaeyjum segi um þessi orð ráðherrans. Hvað verður um Vestmannaeyjar ef ekki er talin þörf á sjávarútvegi.
Hvað ætli Samfylkingarfólk í Garðinum segi ef það er ekki talin nein ástæða til að hafa sjávarútveg, nú eða álver. Ekki er auðvelt að koma auga á hvað á að koma í staðinn.
Samfylkingarfólki hlýtur að líða illa að hafa þurft að hlusta eða lesa þessi orð Árna Páls eins helsta leiðtoga flokksins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sæll Sigurður-gaman að þú komir inná þessa væntumþykju fyrir landsbyggðinni,ég bý í plássi þar sem veðjað var á sjávarútveg síðan kom ÚA og keypti togarann og frystihúsið,færðu síðan skuldir á frystihúsið lokuðu og fóru með togarann,þrátt fyrir loforð um annað,
en annars væri gaman að heyra álit fólks á landsbyggðinni þar sem Samherji hefur farið um með svikum og prettum,einsog á 'Ísafirði,þar sem Guggan átti að vera gul-eða Eskifirði þar sem Friðþjófur var,eða á Stöðvarfirði þarsem Kambaröstin sá fólki fyrir vinnu fyrir tíma Samherja,eða togararnir Víðir og Margrét sem sköpuðu Hafnfirðingum störf áður en Samherji komst yfir þá.
eða eigum við að taka HB sem sameinaðist Miðnesi í Sandgerði og lokar þrátt fyrir loforð um annað,eða sameining HB og Granda hvernig hefur sú sameining leikið skagamenn.
síðan er náttúrulega hægt að benda á hvernig Guðmundur Kristjánsson hefur leikið landsbyggðina,hver man ekki eftir Básafelli á Ísafirði ? eða hvernig er með Brim og kvótaleiguna-hverjir missa þar vinnu ?
svo miðað við það sem HAGRÆÐINGIN Í SJÁVARÚTVEGI hefur skilað okkur landsbyggðarfólki er ég sammála félagsmálaráðherra (þó ég styðji ekki hans flokk að öðru)
ÞÁ ER FULL 'ASTÆÐA AÐ VEÐJA Á ANNAÐ EN SJÁVARÚTVEG.....
kveðja af snæfellsnesinu.
zappa (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 15:23
Samfylkingarfólk hugsar ekki um undirstöðuatvinnuvegi okkar. Það hugsar til Brussel og skrifborðsvinnunnar þar.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.10.2009 kl. 16:13
Árni Páll talaði síður en svo um það að leggja eigi niður sjávarútveg eða álver, heldur að útgerðarmenn og eigendur álfyrirtækja þurfi að stilla kröfum í hóf eins og almenningur í landinu hefur gert. Á ekki jafnræði að ganga yfir alla? Ég verð mjög leið að sjá mædda menn eins og þig gera ráðherra upp skoðanir og egna fólkinu í landinu gegn einföldum vangaveltum af hans hálfu. Ég trúi því að þú sért meiri maður en það.
Orðrétt segir hann:,,Grátkór og kveinstafir útgerðar og álfyrirtækja er háværari og ágengari á sama tíma og launafólk hefur stillt kröfum í hóf og sýnt mikið þolgæði. Það er íhugunarefni. Ef sjávarútvegur og stóriðja geta ekki þolað hóflega innköllun veiðiheimilda og hóflega auðlindaskatta er spurning hvort við séum yfir höfuð að veðja á réttan hest. Verðum við þá ekki að leita annarra kosta um framtíðaratvinnuuppbyggingu?" (Sjá á arnipall.is)
Íris Björg Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 16:18
manstu siggi
tímabilið um 1968 þegar fólkið flúði land hegðun núverandi ráðamanna er nákvæmlega eins
og nú getur þú eða einhver atvinnulaus ekki leitað sér vinnu gegnum vinnumálastofnun nema skrifa á ensku
helvítis fokking fokk
þetta er það sem þeir vilja
fólk er almennt brjálað út í ástandið
kveðjur hjölli
hjörleifur alfreðsson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 18:39
Það er alls ekki allt Samfylkingarfólk sem hugsar bara til Brussel, Heimir. Sigurður veit alveg hvar ég stend í litrófi flokkanna. Hann veit jafnframt hvað mér og félögum mínum tókst vel að vinna með Sjálfstæðisflokki. Og þeim tekst það enn..Sigurður hefur talið það aðdáunarvert ;) Þegar að þessum blessuðum ESB kosningum kemur þá segir fólkið álit sitt..Engar áhyggjur. En ég tel það reyndar varhugavert að tala eins og Árni Páll..Hef áhyggjur af að á þessum síðustu og verstu tímum geti það komið okkur í koll..Því miður.
Kveðja til þín Siggi og bið að heilsa Ástu.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 28.10.2009 kl. 20:12
Fyrir það fyrsta eins og Íris benti á þá ert þú að brengla það sem sagt var.
Síðan er það nú spurningin með þessa skatta, hvað þola þessi fyrirtæki í skattheimtu?
Menn komast upp með alls konar útúrsnúninga og vitleisu, þó svo að Alcoa borgi mönnum laun geta þeir ekki eignað sér skattgreyðslur verkafólksins eins og Tómas forstjóri Alcoa gerir.
Álverin á Íslandi eru rekin með miklum hagnaði þó svo að móðurfélög þeirra séu rekin með tapi erlendis.
Væg skattlagning ætti ekki að hafa nein áhrif á ákvarðanatöku um álver á Íslandi.
Hvernig er hugur þinn til þessara auðhringa á bara að leggjast flatur eins og aumingi eða að taka slaginn við þessi fyrirtæki um að taka þátt í samfélaginu hérna.
Norðurál borgaði upp allan stofnkostnað við stækkunina á Grundartanga á innan við þremur árum, Það var stækkun úr 90.000 tonnum í 260.000 tonn, Það álver þolir 1.000 dollara á tonnið án þess að vera rekið með tapi.Reykna með því að það verði sama í Helguvík.
Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 06:16
Ef Samfylkingarfólki lýður illa þá á það að ganga í alvöru stjórnmálaflokk.
Varðandi Árna Pál - er hann ekki bara að láta vita af sér og undirbúa sig fyrir formansslag við Dag B. Eggertsson á næsta landsfundi - ENDA er Jóhanna búin að vera sem stjórnmálkona.
Óðinn Þórisson, 29.10.2009 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.