Fellur Vinstri stjórnin í vikunni?

Yfirlýsing Lilju Mósesdóttur í Silfri Egils nú í hádeginu er merkileg. Hún segist hafa komist að þeirri niðurstöðu nú fyrir helgina að hún geti ekki samþykkt nýjustu skilmálana hvað varðar Icesave. Eins og flestir vita er Lilja hagfræðingur að mennt og hefur því örugglega verulegt vit á því sem verið er að fjalla um.

Miðað við yfirlýsingu Lilju og efasemda fleiri VG þingmanna hlýtur allt að vera í óvissu með hvort Vinstri stjórni nær Icesave málinu í gegn.

Jóhanna forsætisráðherra og formaður Samfylkingar hefur tengt þetta mál við líf Vinstri stjórnarinnar.Falli Icesave málið er Vinstri sjórnin fallin samkvæmt því sem Jóhanna hefur sagt. Það kemur væntanlega í ljós á næstu dögum hvernig fer.

Það hlýtur samt að vera eitthvað verulega athugavert við niðurstöðuna í Icesave málinu fyrst þingmaður eins og lilja kemst að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að samþykkja það vitandi að það getur orðið til þess að Vinstri stjórnin falli.


mbl.is Getur ekki samþykkt Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Nú ertu aldeilis kominn framúr þér, Siggi minn. Þér verður ekki að ósk þinni um fall ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir að þig dreymi eitt og annað á nóttinni og jafnvel á dagii líka.

Jóhannes Ragnarsson, 1.11.2009 kl. 14:42

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég á ekki von á, að Samfó gefi upp stjórnartauma, meðan ESB málið er enn í vinnslu og hún elur enn von í brjósti um, að koma Íslandi alla leið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.11.2009 kl. 15:18

3 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Með fullri virðingu fyrir Lilju Mósesdóttur gæti ekki verið eitthvað athugavertr við veruleikaskynjun hennar?

Það er  búið að tvísemja um Icesave. Hvað  vill konan eiginlega? Þessi yfirlýsing hennar er hreint vantraust á  formann flokksins hennar.  Skyldi hún  treysta  Bjarna Ben  og  Sigmundi Davíð  til að ná  betri  samningum? Það  hlýtur eiginlega að vera.

Auðvitað  vill ekkert okkar borga skuldir þessar fjárglæframanna. En við getum heldur ekki  stungið höfðinu í sandinn og  farið í strútaleik,. - og allt  á þetta rætur að  rekja til þess hvernig  staðið var að einkavæðingu  ríkisbankanna á sínum  tíma. Það má aldrei gleymast.

Eiður Svanberg Guðnason, 1.11.2009 kl. 15:22

4 identicon

Ég skil ekki af hverju þessi stjórn getur ekki haldið áfram að vinna saman þó við fellum Icesave? Hagur þjóðarinnar hlýtur að koma fyrst og síðan innganga í ESB. Jafnvel Samfylkingarfólk hlýtur að hugsa þannig. Sé enga ástæðu til að fella stjórnina þó Icesave fari ekki í gegn.

Vona að þingmenn beri gæfu til að fella þennan óhugnað.

Soffía (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 15:56

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þessi yfirlýing Lilju um að hún styðji EKKI IceSave samninginn kemur ekki á óvart enda er hún mjög traustur og ábyrgur stjórnmálamaður sem þorir að hafa sjálfstæða skoðun á málum ÓLÍKT þingmönnum Samfylkingarinnar -
Hvað gerir t.d Ögmundur ?
Eitt er ljóst - það er komin spenna í málið -

Óðinn Þórisson, 1.11.2009 kl. 16:19

6 Smámynd: Sigurður Jónsson

Jóhannes. Ég held að Jóhanna Samfylkingaformaður hafi gert stóran feil í að stilla mönnum svona upp í Icesave. Það var rangt hjá henni að tengja líf ríkisstjórnarinnar svona við Icesave. Ég tel að Vinstri styjórnin þurfi að lifa aðeins lengur svo kjósendur sjái það virkilega að við eigum að gefa Vinstri stjórn frí næstu árin. Það mun koma að því,en falli Vinstri stjórnin á næstu dögum má skrifa það á klaufaskap Jóhönnu.

Sigurður Jónsson, 1.11.2009 kl. 18:06

7 Smámynd: Offari

Ég held að hótunaraðferðir Jóhönnu falli ekki í kramið hjá landanum.

Offari, 1.11.2009 kl. 19:40

8 identicon

Hvað er að setja íslensku þjóðina á hausinn? ICESAVE

Hver var ráðherra bankamála þegar Icesave var sett á fót: BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON

Hvaða flokkur leiðir ríkisstjórnina í dag: SAMFYLKINGIN, SEM VAR VIÐ VÖLD Í RÚMT ÁR FYRIR HRUN OG ÚR GÖMLU RÍKISSTJÓRNINNI ERU ÞRÍR EINSTAKLINGAR NÚNA RÁÐHERRAR.

Vil svo minna alla á að í 18 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins þá var sá flokkur ALDREI með ráðuneyti bankamála hjá sér. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á ÖLLU sem miður fór, þá hlýtur sá flokkur líka að bera ábyrgð á ÖLLU sem vel var gert á þessum tíma, ekki satt? (sem er nú ansi margt, það verða jafnvel vinstrimenn að viðurkenna en ég veit að frekar munu þeir vaða eld og brennistein eigin þvermóðsku)

Sigrún (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 19:55

9 identicon

Vá, hvað hægri dindlar eru sturblindir.

Hallur Á. Dýrason (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 21:05

10 identicon

Þessi mýta um samvisku einstakra þingmanna er svolítið fölsk.

Stjórnmálaflokkar eru stofnaðir um vissar meginstefnur og síðan reynt að mynda ákveðna stefnu í einstökum málum sem flokksmeðlimir koma sér saman um. Þetta þýðir að stjórnmálaflokkar koma sér saman um ákveðnar stefnur um ákveðin mál, oft eftir harðan innbyrðis skoðanaágrenning.

Ef hægt á að vera að mynda stjórnhæfa ríkisstjórn, verða flokkarnir, sem að henni standa, að geta treyst á sæmilega samhenta stefnu samstarfsflokksins.

Það er greinilegt að VG er margklofin í fjölda mála.

Það gerir stjórnina óstarfhæfa og hugsanlega mun hún springa.

Þá munu íhaldsmenn fagna og segja að nú sannist það að vinstri menn geti ekki stjórnað landinu vegna innbyrðis ágrennings.

Lilja er sama manngerð og Birgitta, þ.e. að þora ekki að taka ábyrgð á neinum óvinsælum málum.

Nú ætti Lilja að hugsa sinn gang, þegar hún er farin að fá stuðning og hrós frá stjórnarandstæðingum. Slíkt er ekki góðs viti.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband