Menn hefðu betur hlustað á Jónínu.

Egill Helgason var af og til að fá Jónínu Benediktsdóttur í spjallið í Silfri Egils. Eins skrifaði hún margar greinar í blöðin.Á þeim tíma dró Jónína ýmislegt fram í dagsljósið og viðhafði stór orð um viðskiptahætti Bónusfeðgja og fleiri svokallaðra auðmanna og útrásarvíkinga. Hún sagði líka frá ltlum áhuga Samfylkingarinnar fyrir meintri spillingu Baugsveldisins.

Á þeim tíma var lítið hlustað á Jónínu og reynt að afgreiða málin með því að hún væri öfundssjúk, sár og reið og ýmislegt annað látið falla um hennar persónu.

Það merkilega er að ansi margt af því sem Jónína sagði og varaði við hefur nú komið fram. Menn hefðu betur hlustað á Jónínu á sínum tíma en auðvitað voru sterk öfl í þjóðfélaginu sem afgreiddu tal Jónínu sem vitleysu.

Það verður því fróðlegt að fá sögu Jónínu í bókarformi.

Sá tími er liðinn að Baugsfeðgar og fleiri geti kennt Davíð Oddssyni um allt sem miður hefur farið á Íslandi.Almenningur er farinn að sjá í gegnum áróðursmaskínu Baugsmiðlanna.


mbl.is Ritar sögu Jónínu Ben
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Jónína frænka vissi vel hvað hún var að segja. Þjóðin er samt ennþá því miður trúuð því að baugsfeðgar hafi bætt lífskjör hér með því að lækka matvælaverðið.  Vissulega tókst þeim að lækka hér matvælaverðið en það kostaði tölverðar fórnir því þeir drápu mikið af innlendri framleiðslu.

Offari, 5.11.2009 kl. 12:20

2 identicon

Sæll Sigurður.

Það er nú mín skoðun að flokksfélagar þínir ásamt meðreiðarsveinum  hafi nú líka verið með eitthvað líka ( kannski gúrka eins og flokksfélagi þinn var að veifa í þinginu) í eyrunum undanfarin ár. Þeir sem voguðu sér að benda þeim höfðingjum, er stjórnuðu hér síðustu ár, í hvað stefndi voru taldir  úrtölumenn og hefðu ekkert vit á þessum hlutum. En nú sitjum við í súpunni og hælbítar þíns flokks jagast í björgunarfólkinu.  En við getum þó verið bjartsýn á Íslenska þjóð og vitum fyrir víst að þið verðið úti í kuldanum í náinni framtíð . 

Hjalti Elíasson (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 17:18

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Mér kæmi ekki á óvart þó Jónína lumaði á fleiri upplýsingum sem gætu komið Baugsfeðgum og jafnvel fleiri aðilum illa, þegar þær koma fram í dagsljósið.

Kveðja úr Grundarfirði.

Þráinn Jökull Elísson, 5.11.2009 kl. 20:26

4 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Það er dýrt fyrir okkur almenning að Baugsfeðgar skyldu opna Bónus...Hvað kostar það okkur nú....afskriftir uppá nokkra tugi milljarða... og allt hér í tómri steypu...Þá er nú aldeilis gróðinn farinn fyrir okkur og meira til....

Halldór Jóhannsson, 6.11.2009 kl. 06:36

5 identicon

Já, lækkuðu Bónusmenn matarverð á Íslandi? 

Var bara ekki matarverðið greitt niður með lánum sem þeir tóku?  Og nú ætlast þeir til að þjóðin felli niður þessar skuldir þeirra sem notaðar voru til að niðurgreiða matarverðið í Bónusverslununum.

Hallgrímur M. Árnason (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband