Ætlar nú Steingrímur Skattmann að þykjast voða góður?

Alveg er hann Steingrímur J. og að maður tali nú ekki um Jóhönnu hreint út sagt stórkostleg í vitleysunni. Eftir að þau hafa lagt á og boðað gífurlegar skattahækkanir birtist Steingrímur J.á skjá landsmanna og segir að hann muni nú gera allt til að lækka skatta. Reyndar er fáránlegt að tala um lækkun skatta þegar skatthækkanir verða hugsanlega ekki eins miklar og reiknað var með.

Auð hlýtur Vinstri stjórnin að hafa hrokkiuð við þegar Seðlabankinjn talar um að kaupmáttur launa skerðist um allt að 16% á næsta ári.

Og hvað með stöðugleikasáttmálann. Var ekki talað um að stýrivextir færu nú í nóvember í eins stafs tölu. Ég hef hingað til staðið í þeirri trú að 11 væri ekki eins stafs tala.

Annars tekur maður öllu tali vinstri manna með varúð og að þeir muni ná eins miklum árangri og þeir halda fram. Það er staðreynd að halli ríkissjóðs í ár er um 30 milljörðum meiri en gert var ráð fyrir í byrjun árs. Væntanlega ætlar Vinstri stjórnin að brúa það bil með því að eyða erlendu lántökununum.

Þetta ástand mun ekki lagast fyrr en Vinstri stjórnin skilur að það þarf að efla atvinnuvegina og skapa tækifæri til að auka við gjaldeyristekjur Íslendinga.

Því miður eru litlar líkur á að Vinstri stjórnin taki upp þá stefnu.


mbl.is Minni þörf á skattahækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skattagrímur er réttara viðurnefni.

Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 21:37

2 Smámynd: Offari

Þetta er bara sama trixið og með útsölurnar

Offari, 6.11.2009 kl. 21:44

3 identicon

Steingrímur talar um að draga úr fyrirhöguðum álögum á tekjuliði.. er það sama hugtakið og að lækka skatta ? Ástæðulaust er að snúa út úr og rangtúlka orð Steingríms hvað sem má svo sem segja um hans aðgerðir.

Addi (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 22:43

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er einmitt það sem ég óttaðist: að Skattgrímur gangi í gjaldeyrislánasjóðina og fleyti sér áfram á þeim; en það er vítahringur að nota lán í óarðbæra neyzlu og taka svo ný lán til að halda vitleysunni áfram. Hann þorir augsýnilega ekki að skera niður uppblásið, kviðmikið kerfi opinberra starfsmanna, sízt af öllu að segja upp öllum stjórunum, eins og Bragi Kristjónsson stakk svo skemmtilega upp á (sbr.HÉR).

Jón Valur Jensson, 7.11.2009 kl. 01:43

5 Smámynd: Örn Ingólfsson

Allt í lagi þá spyr ég á móti Hverjir voru það sem að Seldu Bankana í Einkaeigu! Það er nú allt í lagi að sannleikurinn komi í ljós, Það er kannski hægt að skýta okkar Ríkisstjórn út en af hverju hafa þessir blessaðir menn sem að komu Íslensku Þjóðinni á Hausinn ekki sagt rétt frá samanber nýráðinn ritstjóri moggans? Og Ekki segir formaður flokks hans frá sínum eignartegnslum áður en að hrunið varð og efti þar eru líka milljónir? og? Nú alltaf hækkar bensínið! Nú syrji hver um s ig hvað á að Þjóðnýta? Þetta vsr ekki svona en eftir að Gróðapúngarnir komust til Valda þá fór Þjóðarskútan 50 gráður en það þarf að taka þessa menn og beint í Fangelsi, en því miður samanber bloggin mín þá fóru allir peningarnir í Gróðahýt!

Örn Ingólfsson, 7.11.2009 kl. 03:40

6 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur játað sig sigraðan.

Hélt Steingrímur virkilega að vasar landsmanna væru fullir af fjármunum, hvar hefur ráðherrann verið s.l. mánuði? 18 ára draumur hans í stjórnarandstöðu að skattleggja allt í botn og ríkisvæða... vonandi sér hann núna að það gegnur ekki upp.

Steingrímur stefnir hratt í að verða sendur aftur af kjósendum landsins í 18 ára "útlegð"...

Birgir Viðar Halldórsson, 7.11.2009 kl. 09:45

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Orðaleikur miklir skattar/gríðarlegir skattar - þeir eins og þú kemur inná lofuðu að stýrivextir yrði komnir niður í eins stafs tölu og að þeir myndu ekki bregða fæti fyrir Helguvík - þeir stóðu við hvorugt - frumvarp árna páls til hjálpar heimilunum er bjarnargreiðði - katrín skilur ekki hversvegna gærnmetisræktendur mótmæla - enda segir þeirra forystumaður að það sé mikiið um jákvæði í iðnaðaráðuneytinu en engar ákvarðanir - EKKI trúa orði sem þetta fólk segir -

Óðinn Þórisson, 7.11.2009 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband