Skrípaleikur Steingríms J. í ESB málum kostar þjóðina hundruði milljóna.

Ekki er5 annað hægt að segja um framgöngu Steingríms J. og fleiri VG manna að um algjöran skrípaleik sé að ræða. Steingrímur J. samþykkir að beita sér fyrir að send verði aðildarumsókn í ESB. Segir svo jafnframt að Íslendingar séu á móti inngöngu. Hvers konar skrípaleikur er þetta eiginlega.

Aðildarumsókn kostar okkur hundruði milljóna í alls konar þýðingar á skjölum og ekki mun hún kosta lítið samninganefndin.

hefði nú bara ekki verið hreinlegra hjá Vinstri grænum að standa vioð sín eigin kosningaloforð og segja að aðildarumsókn á ESB væri ekki á dagskrá. Það hefði sparað þjóðinni mörg hundruð milljónir. Það skal samt viðurkennt að ótrúlegt væri þá að Steingrímur J. og aðrir VG þingmenn sætu þá í ríkisstjórn.

En hafi VG virkilega haft trú á því að ísland væri að fórna allt of miklu af sínu sjálfstæði og yfirráðum yfir auðlindum landsins átti Steingrímur J.og félagar að standa við sín eigin kosningaloforð.

Annað er skrípaleikur.


mbl.is Ekki var við ugg í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Samfylkingin lagði fram eitt skilirði fyrir ríkisstjórnarsamstarfi við vg - að þeir myndu hlíða og leggja sínar skoðanir og hugsjónir til hliðar fyrir Samfylkinguna.

Óðinn Þórisson, 8.11.2009 kl. 10:42

2 identicon

Ef Steingrímur réði þá myndi ekkert verða af ESB, en eins og þú veist þá er það Samfylkingin sem lofaði inngöngu og ef VG væru ekki með þá yrði stjórnarslit .

Þessir alþingismenn eru allir eins .... gera allt til að halda stólnum , þetta hljóta að vera mjög þægilegir stólar  :)

G.Jonsson (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 828575

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband