Hin tæra Vinstri stjórn sýnir klærnar. Hvað segja ferða-og menningarfrömuðir núna?

Eins og reiknað var með hefur Vinstri stjórnin nú boðað ýmsar skattahækkanir.Eina leiðin sem þeir sjá er að hækka skatta og telja að með því verði hægt að ráða bót á efnahagsvandanum. Með þessum boðuðu hækkunum er ansi langt seilst og mun örugglega verða til þess að þyngja róðurinn verulega hjá mörgum og lengja feril kreppunnar. Hefði nú ekki verið nær að gera allt til þess að örva atvinnulífið og lækka frekar skatta og skapa þannig meiri veltu og umsvif. Það hefði örugglega skilað ríkissjóði jafn miklu eða meiri tekjum heldur en fást með skattahækkunum.

Flestir eru sammála að mklir möguleikar séu í ferðaþjónustunnu,þar séu miklir vaxtamöguleikar sem eigi að geta gefið okkur miklar tekjur. Nú er mjög hagstætt fyrir erlenda ferðamenn að heimsækja Ísland. Það er skrítinn hugsunaháttur hjá Vinstri stjórninni að einmitt þá skuli gripið tiol þess ráðs að tvöfalda virðisaukaskattinn á hótelgistingu. Það er hreinlega eins og þessir tæru Vinstri menn vilji bara alls ekki sjá að einhver gróska verði í atvinnuuppbyggingu landsins.

Hvað segja rithöfundur,bókmenntaunnendur og bókaútgefendur ásamt tónlistaraðdáendum við þau tíðindi að hin tæra Vinstri stjórn ætli að tvöfalda virðisaukaskattinn á allri menningarlegri útgáfu í landinu. Varla verður þetta til þess að hafa jákvæð áhrif.


mbl.is 47% skattur á launatekjur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dæmigert hjá hægrimanni, kenndu vinstrimönnum bara um stöðu mála...

 ...hvernig væri að rifja upp "afrek" Davíðs og félaga sem komu þjóðinni í þessa stöðu. Skattahækkanirnar núna eru beinar afleiðingar hægri-geðveiki sem hefur leitt yfir okkur þjóðargjaldþrot.

Steingrímur og Jóhanna eru að bjarga því sem bjargað verður en að venju er bara gagnrýnt, engar vitrænar lausnir settar fram í staðinn

Segjum ekki bara skál, segjum bermúdaskál

Ragnar (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 21:22

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Kæri Sigurður. Nær hefði nú íhaldinu verið að hugsa aðeins fram fyrir tærnar á sér á gróðæristímanum. Heldurðu að hefði ekki verið örlítið nær að eiga fyrir mjólkursopanum eftir allt gróðahrópið undangengin ár. Sérkennilegt að sjá svona málflutning frá þér sem árum saman hefur baslast við að láta enda ná saman á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Fer ekki að verða mál til komið að þið sem enn aðhyllist að halda leppnum fyrir báðum augum farið að rífa hann frá og líta í kringum ykkur. Þó þið kæmuð ekki með nema svo sem eins og eina sæmilega nothæfa lausn og hættið þessu eilífa sínöldri. Þið eruð orðnir sýnu verri en nokkur önnur stjórnarandstaða í allri Vestur Evrópu á sögulegum tíma, gjörsamlega ábyrgðarlausir nöldrarar. Er ekki komið gott af þessu tuði Siggi minn.

Þórbergur Torfason, 9.11.2009 kl. 22:26

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Er ekki allt gott hjá flestum rithöfundum ef það kemur frá vinstri.

Ragnar Gunnlaugsson, 10.11.2009 kl. 00:12

4 identicon

Fyrir um 20 endaði "tilraun" með sósíalisma í Austur-Evrópu.  Tilraun þessi var í raun "tilræði" við almenning í þessum löndum, svo mikið leið fólkið fyrir þessa sósíalisma-tilraun. 

Í stuttu máli endaði þessi tilraun illa.  Verst gekk þessi tilraun til í Rúmeníu Ceausecus, en svo mikið var fólk undirokað af skattpíningu þar, að fólkið reis upp og hrakti Ceausescu frá völdum í blóðugri byltingu.  Ceausescu ætlaði að "útrýma" erlendum skuldum Rúmeníu með skattpíningu, líkt og Steingrímur J. ætlar sé að gera hér.  Fólkið í Rúmeníu leið mikið fyrir þetta og almennt samfélagslegt hrun varð loks í Rúmeníu í desember 1989.

Nú á að endurtaka þessa sömu tilraun Ceausecus á Íslandi þeirra Steingríms J. og Jóhönnu til þess að borga þær skuldir sem þau hafa lagt á þjóðina með klúðri sínu í stjórnun landsins.  M..ö.o. almenningur á að borga skuldir óreiðumanna sem lifa í vellystingum í útlöndum á því fé sem þeir höfðu af þjóðinni, en stjórnvöld hafa ekki vilja til að ná í.

Það sem verra er, þau Steingrímur og Jóhanna eru gjörsamlega á móti því að nota þessar tvær náttúruauðlindir sem Ísland á, orku og fiskinn í sjónum nema í MJÖG takmörkuðum mæli. 

Þessi sósíalisma-tilraun a.la. Ceausescu, sem þau Steingrímur og Jóhanna ætla að leiða yfir Ísland, mun lengja kreppuna hér á landi um mörg ár.  Hagvöxtur verður minni en enginn, skattahækkanir munu hækka lán hjá almenningi og fyrirtækjum, verðbólga verður viðvarandi há í formi svokallðarar "taxflation", fyrirtæki munu loka niður starfsemi sinni og flytja starfseminina úr landi, fólk mun flýja Ísland í stórum stíl sem efnahagslegir flóttamenn, jafnvel í bátum líkt og bátaflóttafólkið sem flúði ofríki kommúnista í Víetnam á sínum tíma, og almennt samfélagslegt hrun mun að lokum verða afleiðingin líkt

Því spyr ég þá tvo herramenn hér að ofan; einhvern sem nefnir sig Rangar og Þórberg Torfason, sem mæra þau Steingrím og Jóhönnu hér að ofan; hvort er verra; nýfrjálshyggjutilraunin sem leiddi þó til almennrar hagsældar (en var eyðilögð af óábyrgum óreiðumönnum), eða tilraun um sósíalisma í anda Ceausescus sem þau Steingrímur og Jóhanna ætla að leiða yfir þjóðina?

Þeir einu sem munu fagna þessari tilraun með sósíalisma verða hard-core vinstrimenn og svo nokkur ríkisrekin skáld og listamenn.  Þeir Ragnar og Þórbergur hér að ofan eru greinilega í hópi þeirra sem fagna þessari tilraun með sósíalisma hér á landi.

Friðrik St. Egilsson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband