Er hægt að bólusetja við skattasýki ?

Tugir þúsunda landsmanna hafa að undanförnu látið bólusetja sig við árlegri flensu og við svínaflensu. Framundan er að tugir þúsunda til viðbótar munu á næstu dögum láta bólusetja sig.

Miðað við fréttir að undanförnu um skattasýki forystumanna Vinstri flokkanna datt mér í hug hvort það þyrfti hreinlega ekki að bólusetja þetta blessaða fólk vegna þessarar sýki. Skattahugmyndir Vinstri flokkanna er með þeim eindæmum að það getur ekki talist heilbrigt.

Að láta sér t.d. detta í hug að fara að skattleggja alla komufarþegar til landsins er fáránlegt á þessum tímum. Hvað er unnið með því að fá einn milljarð í ríkiskassann ef vitað er að sú skattlagning þýðir í raun að ríkið tapar nokkrum milljörðum á þeirri ákvörðun.

Það hefur verið upplýst að við hverja prósentuhækkun á flugmiðum fækkar erlendum ferðamönnum til landsins.

Það er ekki hægt að flokka svona hugmyndir Vinstri flokkanna öðruvísi en sýki. Það er því nauðsynlegt að finna ráð til að bólusetningar við slíkri skattasýkingu,sem ríkir í herbúðum Vinstri manna.


mbl.is Hærri skattar fækka ferðamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Landið í heild er farið að líkjast skatta-herbúðum og skulda-fangelsi. 

ElleE (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 12:41

2 identicon

Það væri þá bara það sama og þeir bólusettu John Allen Muhammad með. Held að ekkert annað gæti komið að gagni.

Alex (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 14:54

3 Smámynd: GeiriGrimmi

Já, bóluefnið má finna í 77. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands

http://www.snerpa.is/net/log/stjornar.htm

GeiriGrimmi, 15.11.2009 kl. 15:32

4 Smámynd: Björn H. Björnsson

Viltu þá frekar að Sjálfsæðismenn verði skattlagðir sérstaklega fyrir að koma landinu á hausinn? Held það væri besta leiðin.

Björn H. Björnsson, 15.11.2009 kl. 20:51

5 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já þetta er skelfilegt. Það að hækka skattprósentur hækkar oftast ekki skatttekjur þegar allt er talið.

Þorsteinn Sverrisson, 15.11.2009 kl. 22:45

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Er ekki gamalt máltæki sem fjallar um að hirða aurinn en henda krónunni . Kannski er eitthvert meðferðarúrræði til ? kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.11.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband