Steingrímur J. segir að Ásmundur formaður Heimssýnar muni samþykkja Icesave.

Steingrímur J. hélt því fram í fréttum að ekki yrði um frekari andstöðu við Icesave að ræða þegar málið kæmi til lokaatkvæðagreiðslu á Alþingi. Þar með er Steingrímur J. að fullyrða að Ásmundur þingmaður VG og formaður Heimssýnar ætli að kokgleypa Icesave málið.

Gerist það að Ásmundur samþykki ríkisábyrgðina á Icesave mun það mjög draga úr trúverðugleika hans sem formanns Heimssýnar. Reyndar vil ég ekki trúa því miðað við málflutning Ásmundar að hann samþykki Icesave málið.

Það verður því væntanlega Þráinn Bertelsson sem ræður úrslitum í málinu.Hann hefur líf ríkisstjórnarinnar í höndum sér. merkilegur maður hann Þráinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ef Ásmundur formaður Heimssýnar samþykkir sem hann SJÁLFUR viðurkennir að sé inngangsmiðinn inn í ESB, IceSave, mun ég ekki verða deginum lengur þar sem
félagsmaður. Því að hafa ESB-sinna sem formann Heimssýnar sjá allir að sé ALGJÖR SKANDALL! Þess vegna hlýtur Ásmundur að segja af sér sem formaður
Heimssýnar áður en hann vogar sér að samþykkja sjálfan inngöngumiðann að ESB! Svo einfalt er það í mínum huga!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.12.2009 kl. 13:50

2 identicon

Siggi !

 Búinn að gleyma hvað Þráinn Bert., sagði í sumar ?

 Jú, hann sagði í ágúst.: " Það væru níðingsverk að skuldsetja afkomendur okkar um fleiri  hundruð MILLJARÐA vegna skulda EINKA-banka".

 Rugl ?

 Þráinn hefur aldrei verið haldinn  rugli !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 15:40

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég hef ekki trú á að Ásmundur samþykki ósómann. Hann er Dalamaður og djarfur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.12.2009 kl. 15:54

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Já hann er ábyggilega sér þjóðflokkur, en er þetta bara ekki venjuleg græðgi, maðurinn er að sjá peninga sér til handa kanski í fyrsta sinn ég veit það ekki ?, en hann mun sjálfsgt hanga á þessu eins og hundur á roði

Eyjólfur G Svavarsson, 12.12.2009 kl. 17:18

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvað kemur andstaða við inngöngu Íslands í Evrópusambandið Icesave við?

Sigurður M Grétarsson, 12.12.2009 kl. 17:28

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Steingrímur mun að sjálfsögðu samþykkja Icesave - EN með Ásmund Einar formann Heimsýnar, ja ef hann segir já þá á hann að segja af sér STRAX sem formaður Heimsýnar -

Óðinn Þórisson, 13.12.2009 kl. 10:04

7 identicon

Ég tek undir með Sigurði M. Grétarssyni að ESB málið og ICESAVE eru tvö aðskilin mál.

T.d. ætla Steingrímur og fleiri VG menn að samþykkja ICESAVE málið en ekki ESB aðild.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 18:33

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er ekki kominn tími til að Íslendingar þekki sín takmörk og læri eðlilega og heiðarlega viðskiptahætti sem hefur verið gríðarlegur skortur á, miðað við að teljast til siðmenntaðra þjóða? Hvað þýðir annars orðið "heimssýn" á Íslensku?

Ég hefði haldið að það þýddi sýn á heiminn en ekki bara ESB. Kanski er ég eitthvað að misskilja þetta og þá væri gott að fá skýringar á því. Vinsamlegast sendið mér útskýringar á netfangið: ansigu@simnet.is. Með kveðju frá einni sem ekki virðist skilja Íslensku nógu vel. Líklega lætur síðuhöfundur ekki svo lágt að svara og það sýnir þá hans þröngsýni og skort á málamiðlunar-skilningi.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.12.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband