Mannlífið snýst um mat í Garðinum,þökk sé Ásmundi bæjarstjóra.

Eftir nokkra lognmollu í fréttaflutningi úr Garðinum síðustu þrjú árin ber nú svo við að fréttir streyma á færibandi úr Garðinum. Sem betur fer eru þetta yfirleitt góðar,skemmtilegar og jákvæðar fréttir. Það sem er einkum athyglisvert við fréttir þessa mánuðina eru að þæt snúast að stórum hluta um mat og aftur mat. Ásmundur Friðriksson okkar nýi bæjarstjóri er mikill matmaður og vill deia því með sem flestum.

Á stuttum valdatíma Ásmundar hafa verið þó nokkrar skötuveislur og enn ein skötuveislan verður nú á föstudaginn í Samkomuhúsinu og er þar bæði um að ræða hádegi og kvöld.Ég held svei mér þá að mest af skötunni hljóti að fara í Garðinn.

Meira að segja hefur verið haldin skötuveisla í lúkarnum í  gömlum bát sem stendur við  Byggðasafnið í Garði.

Nú svo hefur Ásmundur blásið til mikillar þorrablótsveislu 23.janúar n.k.í Íþróttamiðstöðinni,þar sem gert er ráð fyrir 700 gestum.

Það má því með sanni segja að mannlífið snúist meira og minna um mat eftir að Ásmundur tók við yfirstjórninni.

Reyndar er gaman að sjá og heyra svona jákvæðar fréttir. Mörg sveitarfélög glíma við mikinn

fjárhagsvanda en svo er ekki í Garðinum. Hér hugsum við um mat og tilheyrandi.Gaman að sjá að Ásmundur hefur komið okkur vel fyrir á landakortinu með hressilegum fréttum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góður..en er þetta bara Ásmundur vinur okkar? Held ekki. Samheldni bæjarbúa eins og í Sandgerði gerir þetta mögulegt. Verum ekki allt of föst í flokkum kæri vinur!

Kveðja til ykkar í Garði.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.12.2009 kl. 23:26

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Takk fyrir kveðjuna. Það skiptir alveg gífurlega miklu máli að séu að koma jákvæðar fréttir frá sveitarfélögunum. Reynir Sveinsson hefur t.d. verið mjög duglegur hjá ykkur í Sandgerði að flytja skemmtilegar fréttir af mannlífinu og svo síðan ykkar netinu.

Ég sé að þú ert að losna úr flokksböndunum. Þau eru mun lausari hjá okkur í Sjálfstæðisflokknum eins og dæmin sanna t.d. hér í Garðinum. Ég veit að þér mun líða mun betur hjá okkur í blá litnum.

Bestu kveðjur til ykkar í Sandgerði.

Sigurður Jónsson, 16.12.2009 kl. 23:56

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góður Siggi:)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.12.2009 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband