Fækka á þingmönnum og hækka launin.

Það skiptir miklu máli að á Alþingi veljist veruleg hæft fólk,sem getur tekið á vandamálum þjóðarinnar. Í samanburði við mörg ábyrgðarmikil störf eru laun þingmanna alls ekki há. Launakjör þingmanna eru þannig að margir treysta sér hreinlega ekki að fórna vel launuðu starfi til að setjast á Alþingi.

Það þarf að fækka þingmönnum og nota þá fækkun til að hækka laun þingmanna. Ef t.d. þingmönnum verðr fækkað um 15 gefst tækifæri til að hækka laun þingmanna verulega án þess að það leiði til útgjaldaaukningar fyrir ríkissjóð.

Hækkun launa þingmanna myndi þá freista einhverra til að geta hugsað sér að færa sig úr góðu starfi.

Þjóðion þarf á þvi að halda.


mbl.is Banna launahækkun þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þetta er umhugsunarvert, Sigurður en samt get ég aldrei fellt mig við þá hugsun að ekki sé hægt að fá gott  fólk til starfa nema að því séu borguð einhver ofurlaun.  Allavega reyndist það ekki vel í bönkunum, sem sprengdu alla launaskala og borguðu svimandi upphæðir  til að fá menn í vinnu og ekki síður við starfslok. Alveg burtséð frá því hvernig menn stóðu sig. Og fáir ef nokkrir menn íslandssögunnar hafa staðið sig verr í vinnu en þessir hámenntuðu og ofurlaunuðu jeppar.  En hvað þingmennina varðar held ég að þeir séu ekki á mjög háu kaupi, a.m.k ekki ef það er umreiknað í tímakaup.

Þórir Kjartansson, 20.12.2009 kl. 17:32

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sammála þér Sigurður um fækkun þingmanna. Höfum þá frekar 14 eða sextán svo oddatalan sitji eftir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.12.2009 kl. 17:46

3 identicon

Sigurður, mikið er ég þér innilega sammála þér.  Alþingi er orðið að vernduðum vinnustað fyrir afdankaða Morfís pappakassa, ættleidd uppeldisbörn flokksvélanna og þá sem hafnað hefur verið annarstaðar.  Þarna á að sitja fámennur og vel hæfur hópur manna og kvenna, fólk sem öðrum er missir af, fólk sem uppfyllir ströngustu réttlætis og siðferðisstaðla.  Ef miða skal við hina frægu höfðatölureglu, þá þyrftu bandaríkjamenn að hafa 63.000 þingmenn og Kínverjar að hafa 252.000 þingmenn til að standast samanburð við Íslendinga.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband