Skömm Fréttablaðsins gagnvart landsbyggðinni.

Flott hjá Eyjamönnum að neita að selja Fréttablaðið. Auðvitað gengur það ekki að blað sem gefur sig út fyrir að vera fríblað skuli selt hluta landsmanna. Það er furðulegt mat Fréttablaðsins að flokka þjóðina svona. Ekki slá þeir höndinni á móti auglýsingum, sem væntanlega eiga að höfða alveg eins tiol landsbyggðarinnar.

Lífið snýst um annað og meira heldur emn Stór-Reykjavíkursvæðið. Atvinnulífið á landsbyggðinni skiptir ansi miklu máli fyrir þjóðarbúið. Það á Fréttablaðið að gera sér grein fyrir. Hafi Fréttablaðið ekki lengur efni á að gefa blaðið eiga þeir að selja öllum landsmönnum það. Morgunlaðið kostar það sama hjá áskrifandanum í Grímsey og á Laugaveginum í Reykjavík.

Aiðvitað eiga kaupmenn á landsbyggðinni að taka sig saman og neita að selja Fréttablaðið. Það er lágmarks krafa að allir landsmenn sitji við sama borð og fái Fréttablaðið ókeypis eða að allir landsmenn verði að vera áskrifendur og borga fyrir blaðið.

Gott hjá Eyjamönnum að vera í forystu í þessu réttlætisdmáli eins og svo mörgum öðrum.


mbl.is Neita að selja Fréttablaðið í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fréttablaðið er ókeypis hér á höfuðborgarsvæðinu - og þó ekki. Það er kostað af auglýsendum og þá einkum gamla Bónusveldinu. Það er sem sagt almenningur sem borgar fyrir Fréttablaðið þegar hann verslar við Bónusveldið.

Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 15:42

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Eru ekki Eyjamenn bara stálheppnir að þurfa ekki að fá þennan óþverrasnepil og auglýsingabækling Bónusveldisins inn um lúguna hjá sér.

Mikið yrði ég feginn ef þetta DRASL hætti að koma inn um lúguna hjá mér,  enda ekki 1 satt orð í sneplinum.  Varla hægt að flokka neitt neðar í stigann - ja nema þá kannski DV !!!

Sigurður Sigurðsson, 23.12.2009 kl. 16:08

3 Smámynd: Offari

Ég vona að landsbyggðin hafni Fréttablaðinu. Mér finnst svona mismunun gegn landsbyggðini einungist til þess gerðar að kljúfa landsbyggðina frá höfuðborgrasvæðinun, slíkt er frekar slæmt þegar þjóðin þarf að standa saman.

Offari, 23.12.2009 kl. 16:18

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Fréttablaðsmenn hljóta að gera sér grein fyrir því að svona mismunun verður ekki liðin -

Selt í Eyjum en frítt hér í Kópavogi - næsta skref hjá þeim er einfaldlega að hætta að gefa þennan snepil út

Gleðileg Jól Sigurður og hafðu það gott um jólahátíðina

Óðinn Þórisson, 23.12.2009 kl. 21:45

5 identicon

Vil benda fólki á að það er minnsta mál að afpanta fréttablaðið.  Bara að hafa samband við þá hjá Pósthúsinu og afpanta fréttablaðið og volá það hættir að bögga mann í forstofunni!

Guðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband