Hvað heldur MIðflokkurinn að hann sé?

Merkilegt að fylgjast með umræðum á Alþingi um þessar mundir. Reynt er að ná samkomulagi um hvaða mál skuli fá afgreiðslu þannig að hægt sé að ljúka þingstörfum. Eðlilegt að það sé ágreiningur og að menn verði að slá af sínum ítrustu kröfum.ÞaÐ eru flestir stjórnmálaflokkarnir að gera.

Athyglisvert að sjá að það virðist einkum vera einn stjórnmálaflokkur sem alls ekki vill skilja að vilji meirihluta Alþingis þarf að virða. Miðflokkurinn hótar að beita málþófi fái hann ekki sínum vilja fram. Miðflokkurinn er að mælast með 7-8% fylgi í könnunum. Það getur á engan hátt verið eðlilegt að Miðflokkurinn geti haldið öllu þinginu í gíslingu ef þeir ná ekki sínum vilja fram.Þeir verða að átta sig á að þeir eru aðeins smáflokkur með lítið fylgi.

Framganga Miðflokksins byggist á frekju og yfirgangi. Þeir eins og aðrir verða að sætta sig við vilja meirihlutans.

Kjósendur verða að sýna Miðflokknum að þeir kunni ekki að meta yfirgang Miðflokksins í störfum Alþingis. Svona flokkur á ekkert erindi í ríkisstjórn Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Aha! Öðruvísi mér áður brá! Hafa ekki ESB-flokkar stjórnarinnar farið sínu fram allt kjörtímabilið,meðan stjórnarandstaðan hefur fáum tillögum komið áfram sem er þjóðinni svo mikilvæg í sjálfstæðisbaráttu sinni. Fólk var illilega brugðið eftir seinustu kosningar og það á betur við að spyrja Sjálfstæðisflokkinn (að undanskyldum Arnari Þór og nú eftilvill fleirum); Hvað halda Sjálfstæðismenn að þeir séu. 

Helga Kristjánsdóttir, 11.6.2021 kl. 16:34

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

???

Helga Kristjánsdóttir, 11.6.2021 kl. 16:38

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Semsagt ekkert aðhald að meirihlutanum. Samþykkja allt sem frá Brussel kemur þegjandi og hljóðalaust.

Það er gæfulegt eða hitt þó heldur.

Má ég þá biðja um einhverja sem hafa áhuga á fullveldinu og reyna að standa í lappirnar.

Sigurður Kristján Hjaltested, 11.6.2021 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 828294

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband