Fallinn formaður fjármálaráðherra?

Það eru örugglega margir sem þessa dagana skoða, aftur úrslit Alþingiskosninganna. Það lítur nefnilega út fyrir að Samfylkingihn hafi unnið stóran sigur. Þeir telja að skilaboð kjósenda til sín hafi verið að flokkurinn eigi endilega að taka þátt í næstu ríkisstjórn. Það er því eðlilegt að fólk athugi hvort því hafi missýnst eða misheyrt eitthvað um úrslitin. Getur það verið að flokkur sem fékk rétt 5% atkvæða og þrjá þingmenn telji sig eiga erindi í ríkisstjórn?

Getur verið að Samfylkingin skilji alls ekki skilaboð kjósenda?

Eftir kosningar héldu flestir að Oddný G. Harðardóttir hefði skilið úrslitin. Hún sagði af sér formennsku og sagðist ætla að axla ábyrgð. Hún taldi einnig rétt að Samfylkingin héldi sig utan stjórnar.

En hvað? Nú situr þessi sama Oddný á fundum til að mynda Vinstri Pírata stjórn.

Verður kannski næsta frétt að fallni formaðurinn verði Fjármálaráðherra Íslands?

Það væri svo sem eftir öðru hjá Samfylkingunni og Vinstra Pírata kompaníinu.

Ætlar Viðreisn virkilega að láta þetta ganga yfir þjóðina.


Þorgerður Katrín og Þorsteinn Pálsson bjóða uppá Vinstri Píratastjórn

Þorsteinn Pálsson er fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins ,en nú er hann einn helsti andlegi leiðtogi Viðreisnar.Þorsteinn var einn af þeim sem mótaði mjög stefnu Sjálfstæðisflokksins í mörgum málum á sínum tíma. Þorsteinn er einn af þeim mönnum sem mótaði mjög stefnuna í sjávarútvesgmálum, sem flokkur hans gagnrýnir nú mjög.Þorsteinn hefur í gegnum tíðina lítið verið hrifinn af vinstri stefnu,en ætlar nú að demba henni yfir þjóðina.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var varaformaður Sjálftæðisflokksins.Þorgerður Katrín var áhrifamanneskja Í Sjálfstæðisflokksins í langan tíma og mótaði stefnu flokksins í mörgum málum. Þorgeður Katrín gagnrýndi harkalega stefnu Vinstri flokkanna. Nú ætlar hún að leiða Vinstri stjórn til valda.

Merkilegt að þau tvö ætli að stuðla að því að við fáum vinstri Pírata stjórn.

Talandi um Píratana. Dettur virkilega einhverjum hugsandi stjórnmálamönnum í hug að mynda með þeim ríkisstjórn.

Aumt er þeirra hlutverk Þorsteins og Þorgerðar Katrínar verði þau til þess að þjóðin fái að nýju yfir sig Vinstri stjórn.


mbl.is Tuttugu manns í málefnahópunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósendur höfnuðu Samfylkingunni

Stefnu og frambjóðendum Samfylkingarinnar var gjörsamlega hafnað ðí síðustu kosningum. Samfylkingin rétt skreið yfir 5% markið og var nálægt því að hverfa af Alþingi. Samfylkingin er rústir einar. Oddný G. Harðardóttir viðurkenndi að kjósendur hefðu hafnað flokknum og sagði af sér. Varaformaðurinn Logi er nú formaður og kemur fram á sjónarsviðið sem sigurvegari og talar digurbarkalega um þátttöku í ríkisstjórn. Það hlýtur að vera ömurlegt fyrir kjósendur sem höfnuðu gjörsamlega Samfylkingunni að sjá nú Loga formann og Oddnýju fyrrverandi mæta til að líma saman vinstri stjórn. Einu sinni var Samfylkingin stór með yfir 30% fylgi. Nú er Samfylkingin örflokkur,sem getur varla gert tilkall til þátttöku í ríkisstjórn.

Þjóðin hafnaði Samfylkingunni gjörsamlega.Þjóðin var ekki að kjósa Samfylkinguna til að stjórna landinu.


mbl.is Fulltrúar flokkanna fimm ná vel saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. nóvember 2016

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828276

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband