Mun sterk staða Besta flokksins hafa áhrif í öðrum sveitarfélögum?

Það fer ekki framhjá neinum að miklar hræringar eru nú í íslenskri pólitík. Margir kjósendur hafa fengið yfir sig nóg af fjórflokknum svokallaða og vilja refsa flokkunum fyrir allt klúðrið. Auðvitað er það kannski skiljanlegt en spurning hvort það er réttlátt að láta reiðina bitna á sveitarstjórnarmálunum.Það skiptir nefnilega ansi miklu máli hvaða fulltrúar veljast í sveitarstjórn. Hvort besti flokkurinn fær svona mikið uppúr kjörkössunum er stór spurning,en allavega mun flokkurinn koma til neð að hafa veruleg áhrif í Reykjavík.

Svo er þaðspurningin,mun þessi andstaða gegn gömlu flokkunum hafa áhrif víðar en í Reykjavík,þótt Besti flokkurinn sé ekki með framboð.Nú bjóða gömlu flokkarnir víða fram í sveitarfélögum undir sínum bókstaf. Verður þeim refsað að sama skapi og í Reykjavík. Það getur t.d. gerst aðm kjósendur skili auðu í mun ríkara mæli en áður eða kjósi frekar framboð sem ekki eru beint merkt stjórnmálaflokkum.

Merkilegt er í þessari könnun í Reykjavík að svo virðist vera sem Vinstri flokkarnir fái mun verri útkomu en Sjálfstæðisflokkurinn. Fróðlegt verður að sjá hver áhrifin verða í öðrum sveitarfélögum.

Ég velti t.d. fyrir mér hvort þetta hefur einhver áhrif hér í Garðinum. Í fyrsta skipti í sögunni er boðið fram undir D-lista merki þ.e. beintenging við Sjálfstæðisflokkinn. Mun það hafa neikvæð ághrif eða skiptir það engu máli.

Svo er annað framboð, þar sem þingmaður Samfylkingarinnar skipar baráttusætið. Mun það hafa neikvæð áhrif þar sem hún er fulltrúi fjórflokksins og stuðningsmaður Vinsgtri stjórnarinnar.

Þriðja framboðið er svo í Garðinum sem kallar sig lista allra Garðbúa. Kemur sá listi til með að hagnast á því að vera ekki beintengdur neinum stjórnmálaflokki.

Það er gaman að velta þessu fyrir sér. Niðurstaðan er að erfitt verður að spá fyrir um úrslit í kosningunum ekki bara í Reykjavík,heldur í flestum sveitarfélögum landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það segir þú satt. Það verður erfitt að sjá þetta núna. Ég hef átt erfitt með að trúa því að fólk ætli að kjósa grínframboð en það virðist staðreynd!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 18.5.2010 kl. 09:54

2 identicon

Það sem kemur mér mest á óvart er að samkvæmt skoðanakönnun þá fær VG einn í Reykjavik sem þeir eiga ekki skilið. Manneskja sem er ekki heil á geðsmunum.Ef það verður þá eiga Reykvíkíngar skilið það sem þeir fá

ingo skulason (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 10:01

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ingo..Er það manneskjan sem áttaði sig á því að það væri ekkert slæmt að eignast strák?:) Ég segi það með þér þá fær fólk það sem það á skilið.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 18.5.2010 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 828250

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband