Er það þetta sem koma skal. Svokallaðir auðmenn halda sínu en ekkert má gera fyrir almenning.

Stórkostlegt að hámenntaðir lögfræðingar skuli ekki vita hvað má og hvað ekki má. Það er sem sagt að koma í ljós að Baugsmenn og Hannes Smárason eru ósnertanlegir. Það má alls ekki kyrrsetja þeirra eignir.

Svo ætlar Gylfi viðskiptaráðherra alveg að fara á hliðina vegna Hæstaréttardóms þar sem almenningur gæti hugsanlega fengið leiðréttingu sinna mála.

Það er eins og margur hefur ímyndað sérþ Þessir svokölluðu auðmenn og útrásarvíkingar halda sínu og geta áfram lifað sínu lúxuslífi á meðan almenningur þarf að blæða. Hæstaréttardómur breytir engu um það í hugum fórkólfa Vinstri stjórnarinnar. Það má ekki gerast að almenningur fái einhverja leiðréttingu. Skítt með það þótt hinn venjulegi Jón missi sínar eigur, aðalatriðir er að Jón Ásgeir og félagar geti haldið sínum eigum. Fróðlegt verður að vita hvort Gylfi viðskiptaráðherra mun beita sér fyrir ráðstöfunum tiol að hægt verði að kyrrsetja eignir auðmanna.


mbl.is Kyrrsetning felld úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Nei, Gylfi Magnússon er of upptekinn við að berjast gegn dómi Hæstaréttar og skuldurum til að vera að eltaslt við stórfiska og stórþjófa.  Hann er sko haglærður og hlýtur því að vita betur en hver löglærður Hæstaréttardómarinn á fætur öðrum.   Hins vegar, ef hann kemur við gengisskuldirnar, skal hann búast við að verða lögsóttur ásamt lögbrjótunum.   Hjákátlegt þegar ólöglærðir menn úti í bæ halda fram að 5 samstíga Hæstaréttardómarar hafi dæmt vitlaust. 

Elle_, 29.6.2010 kl. 22:48

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er með ólíkindum að það sé ekki soðið uppúr á landi voru!

Sigurður Haraldsson, 29.6.2010 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband