Vinir Samfylkingarinnar í ESB byrjaðir að skipa fyrir.

Já,smá smjörþefur af því sem koma skal ef við göngum í ESB. Nú kemur tilskipun til okkar. Þið verðið að hætta hvalveiðum. Það samrýmist ekki ESB. Ef þið ætlið að komast í þann fína klúbb verðið þið að gera eins og við viljum.

Já,Samfylkingin hlýtur í framhaldinu að koma með tillögu um að hvalveiðum verði hætt hið snarasta. Ekki vill Samfylkingin móðga háu herrana í ESB.


mbl.is Ísland hætti hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Þvílíkir duttlungar.  Hvaða áhrif hafa hvalveiðar okkar á ESB? Engin, auðvitað er þetta nú samt svo fínn klúbbur.  Það verða líka allir að vera með snýtiklúta úr silki, og engan sóðaskap. 

Ég held að Íslendingar séu of miklir sóðar til að ganga í þessa vitleysu.  Samfylkingin mun auðvitað hlaupa til og hefur verið að gera Ísland að evrópskri hámenningarþjóð með því að taka undir alla innantóman siðferðisboðskap frá Brússel.

Bann gegn nektardans í óþökk mjög margra er jú auðvitað bara til að láta okkur líta fínni út.  Eflaust verða ullarpeysur líka bannaðar fljótlega því þær eru of gamaldags og sveitó. Svo ekki sé talað um aumingja kindurnar sem þurfa að þola kulda þegar búið er að rýja þær.

Arngrímur Stefánsson, 8.7.2010 kl. 01:07

2 Smámynd: Karl Eiríksson

Bara til ábendingar og ekki að ég sé á móti Grænlendingum en er Grænland ekki undir Danmörku og þar af leiðandi sambandsríkinu Evrópu ? Var að lesa um það fyrir nokkrum dögum að Grænlendingar fengu leyfi til að veiða nokkra hvali í frumbyggjaveiðum ! Er það ekki skýrt brot gegn reglum ESB ? Og ef þeir fá að veiða þessa hvali hvernig ætlar ESB að banna okkur að gera það ?

Karl Eiríksson, 8.7.2010 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828349

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband