Hvers vegna er fólk með eða á móti virkjunaframkvæmdum?

Eitt mesta hitamálið í pólitíkinni er afstaðan til hvort virkja á eða ekki.Menn skiptast í harðar fylkingar. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað það er sem ræður afstöðu fólks í þessum málum.Samkvæmt ´minni niðurstöðu skiptist fólk í fjórar fylkingar.

Margir eru á móti virkjunum vegna þess að það fer ekki hjá því að í kjölfar slíkra framkvæmda á sér stað röskun á umhverfinu. Margir halda því fram að við megum ekki fórna fallegu landi fyrir slíkar framkvæmdir. Við höfum ekki leyfi til þess vegna komandi kynslóða. Ég varð mjög var við þessa afstöðu gagnvart fyrirhuguðum framkvæmdum í neðri hluta Þjórsár. Auðvitað skilur maður vel þau sjónarmið,því áin og umhverfið er einstaklega fallegt. Þetta er hópur númer eitt.

Svo er það hópur tvö. Það er til fólk sem sér ekkert fallegt við eitthvert land og einhverja á. Það skiptir engu þótt verulegar breytingar verði á öllu umhverfinu. Við fáuum atvinnu og peninga í staðinn. Hvernig ætlum við að sjá framfarir í sveitarfélaginu og landinu ef enga má fórna til að byggja virkjanir. Þessi sjónarmið eiga hljómgrunn hjá mun fleiri menn geta ímyndað sér.

Í þriðja hópnum er svo fólk sem tekur hreinlega afstöðu með virkjunum vegna þess að það hagnast persónulega á því. Það á land eða réttindi í ánni, sem það getur selt fyrir gott verð til Landsvirkjunar. Staða margra bænda er þannig að það getur verið góð lausn fyrir eigin fjárhag að selja. Jafnvel kemur það fyrir að slíkir aðilar eigi aðild að sveitarstjórn og það hlýtur að vera ansi mikil spurning hvort slíkir aðilar séu hæfir um að greiða atkvæði varðandi það að fórna eigi landi undir lón eða virkjanir.

Svo er það fjórði hópurinn, sem metur kosti og galla. Fólk sem vill halda í landið og að það verði sem minnst röskun á landi og umhverfinu,en lítur svo á að einhverju verði að fórna til að skapa meiri atvinnu og tekjur.

Öll þessi sjónarmið takast á. Svo virðist samt þrátt fyrir baráttu manna eins og Ómars Ragnarssonar, Andra Snæs og fleiri að virkjanir njóti stuðnings mikils meirihluta kjósenda. Fólk vill frekar virkjanir heldur en halda umhverfinu óbreyttu. Það er nú niðurstaðan,hvort sem okkur líkar betur eða verr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður.

Held að þetta sé rétt greining hjá þér. Það er bara þannig að stundum verður núið að vera á undan framtíðinni. Því veðum við að borða útsæðið (reisa virkjanir og selja orku).

Kristján Kristjánsson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband