Vissi Gylfi eða vissi Gylfi ekki?

Stjórnsýslan getur verið hreint og beint ótrúleg. Eigum við virkilega að trúa því að Gylfi viðskiptaráðherra hafi ekki fengið vitneskju um lögfræðiálitið sem Seðlabankinn fékk,þar sem gengislánin eru sögð ólögleg.

Getur verið að svo slæmt ástand sé á milli núverandi seðlabankastjóra og viðskiptaráðherra?

Eigum við virkilega að trúa því að Gylfi hafi ekkert vitða?

Svo kemur í ljós að yfirlögfræðingur Viðskiptaráðuneytisins vissi af þessu lögfræðiáliti sem segir gengislánin ólögleg. Töluðu þeir ekkert saman yfirlögfræðingur ráðuneytists og  ráðherrann.

Eigum við almenningur í landinu virkilega að trúa því að þetta sé allt satt og eðlilegt?


mbl.is Vissi ekki af áliti Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Már Guðmundsson Seðlabankastjóri, sagði að aðallögfræðingur bankast hafi kynnt umrætt lögfræðiálit fyrir lögfræðingum Viðskiptaráðuneytisins.  FINNST MÖNNUM ÞAÐ TRÚLEGT AÐ RÁÐHERRA HAFI EKKI VERIÐ UPPLÝSTUR UM MÁLIÐ??????  Mér var sagt það þegar ég var lítill að tungan í manni yrði SVÖRT ef maður segði ósatt.  Hefur einhver skoðað tunguna í Viðskiptaráðherra?????
Dettur einhverjum heilvita manni í hug að ráðherra viti EKKI hvað fer fram í ráðuneyti hans?????

Jóhann Elíasson, 9.8.2010 kl. 22:16

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll nafni nei við getum ekki tekið við meiru frá þessari stjórn mafían er búin að ná tökum á henni! Getum við treyst á dómskerfið nei það er ekki líklegt auðmannamafían er svo valdamikil að hún er vísast búin að ná tökum á því líka og því er hættan sú að þegar dómar falla okkur í vil verða þeir afturkallaðir og lagaðir að bankamafíunni! Nú er komin tími okkar almennings í landinu að uppræta þetta og það gerum við í haust með því að hreinsa út úr alþingi og endurskipuleggja kerfið frá grunni.

Sigurður Haraldsson, 10.8.2010 kl. 01:17

3 identicon

I find these hosting review sites very useful for gathering information about hosting websites and options. The available information helps make a more accurate choice

nike dunk (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 03:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband