Misjöfn staða sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Segja má að Reykjanesbær hafi átt fjölmiðlaumræðuna að miklu leyti síðustu daga. Slæm fjárhagsstaða sveitarfélagsins hefur verið mikið til umræðu. Einnig hefur blandast inní umræðuna staða atvinnumála og að hin tæra Vinstri stjórn soppar allar hugmyndir um atvinnuuppbyggingu.Reykjanesbær tók þá ákvörðun á sínum tíma að selja nánast allar fasteignir sínar og leigja síðan. Þetta er að reynast ssvietarfélaginu mjög erfitt.

Það sem kom á óvart var að heyra að Sandgerðisbær og Sveitarfélagið Vogar eru mjög skuldsett sveitarfélög og virðast eiga í þó nokkrum vandræðum. Merkilegt er að þessi sveitarfélög fetuðu einnig þá leið að selja fasteignir og leigja síðan af þeim aðila sem keypti fasteignirnar.

Sveitarfélögi Garður og Grindaví fóru ekki þessa leið. Fasteignir voru ekki seldar. þessi tvö sveitarfélög standa vel í dag.

Ég man að það var þó nokkur pressa á okkur í Garðinum á sínum tíma að selja fasteignir og leigja síðan. Dregin var upp mjög falleg mynd af þeim miklu kostum sem væru því sam fara að fara þessa leið. þetta átti að vera gífurlega hagstætt fyrir sveitarfélagið.

Á þessum tíma var ég bæjarstjóri í Garðinum og gat alls ekki komið auga á þessa miklu kosti. Félagar mínir í bæjarstjórn á þessum tíma voru einnig sannfærðir um að kostirnir væru ekki fyrir hendi að selja allar eignirnar og leigja síðan.

Þessi stefna þáverandi bæjarstjórnar er nú að skila sér í því að Sveitarfélagið Garður er í hópi þeirra sveitarfélaga sem best stendur á landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Sæll Sigurður

Eru þið í Garðinum mikið greindari, en nágrannarnir? 

Eða getur verið, að annað gen en greindar-genið, taki völdin hjá sumum?

Dingli, 1.9.2010 kl. 15:14

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ég hallast frekar að svarið sé já við fyrri spurningunni.

Sigurður Jónsson, 1.9.2010 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 828265

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband