Er rétt að draga Jóhönnu og Steingrím J . fyrir landsdóm vegna vinnubragðanna í Icesave?

Flestir ef ekki allir geta tekið undir það að auka beri sjálfstæði þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Flestir geta örugglega einnig tekið undir að við þurfum ýmislegt að læra af hruninu,þannig að álílka atburðir hendi sig ekki aftur.

En það hlýtur að vera stórt spurningamerki við það hvort senda á fyrrum ráðherra fyrir landsdóm. Ef það er vilji meirihluta alþingis þá hljóta menn að spyrja, hv að með þingmenn sem sátu í hruninu á Alþingi.Áttu þeir ekki að gera sér grein fyrir vandanum og leggja til að gripið yrði til aðgerða. Ætla menn virkilega að halda því fram að þessi mál hafi aldrei verið rædd á þingflokksfundum. Það hefur verið upplýst að staða mála var rædd á þingflokksfundi Samfylkingarinnar á sínum tíma. Væntanlega hefur það einnig verið gert hjá öðrum þingflokkum.

Hvað með ráðherra eins og Jóhönnu og Össur,sem sátu í ríkisstjórninni þegar allt hrundi. Hvers vegna eiga þau a sleppa?

Hvað með fyrrum ráðherra Framsóknar sem stóðu að einkavæðingu bankanna,bera þeir enga ábyrgð?

Það hefur komið fram að hrunið er fyrst og fremst vinnubrögðum bankanna að kenna. Það er stór spurning hvernig ráðherrar á Íslandi áttu að koma í veg fyrir það. Svo má ekki gleyma því að það varð víða hrun í löndum erlendis, sem hafði áhrif hingað.

Ef þingið ætlar að feta þessa leið að það sé ekki nægjanlegt að ráðherrar beri pólitíska ábyrgð á gjörðum sínum, heldur verði þingmannanefnd að rannsaka gjörðir ráðherra, þá erum við komin á skrítna braut. Á þá meirihluti þingmanna að geta sent ráðherra fyrir landsdóm, sýnist þeim svo.

Hvar endum við þá?

Ætli Atli Gíslason og fulltrúar Samfylkingar,Framsóknar og Hreyfingar væru reiðuibúin að taka að sér að rannsaka vinnubrögð Jóhönnu og Steingríms J. varðandi Icesave. Eru þau tilbúin að rannsaka allan feluleikinn, samskiptin við erlenda ráðamenn og hvernig samningi þau ætluðu að þröngva upp á almenning á Íslandi. Er það ekki gott dæmi um afglöp í starfi.

Ég er ekki að mæla með því að þau verði dregin fyrir landsdóm, en ætli meirihluti Alþingis að draga ráðherra fyrir landsdóm hljóta þeir hinir sömu að láta það sama ganga yfir alla.

Jóhanna og Steingrímur J. hljóta því að verða dregin fyrir landsdóm.


mbl.is Auka verður sjálfstæði þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Landsdómur hefur skilgreint vald og skilgreindar reglur um málskot. Þetta var lögfest leið fyrir105 árum og endurskoðuð með tilheyrandi breytingu 1963. Hefur Alþingi misskilið þessi lög og þá hvaða efni þeirra?

Á dómsvald skilgreint með lögum sem enn eru í fullu gildi að vera ályktunarefni löggjafarþingsins þegar á það reynir eftir skilgreindri og lögformlegri leið? Er svona umræða boðleg í upplýstu samfélagi sem státar af elsta löggjafarþingi heimsins?

Ég svara neitandi.

En hvað áhrærir spurninguna sem er titill þessarar færslu þá sé ég ekki neina ástæðu til að varpa henni fram í þessu samhengi. En ef það er rangt mat hjá mér og að úti í samfélaginu eigi að leita ábendinga um hugsanlega saknæm efni til umfjöllunar þessa dómstóls þá sé ég ekki rök til þess að svara spurningunni neitandi.

Og ég mun aldrei taka til varna fyrir fjármálaráðherra sem lýgur að þjóð sinni úr ræðustól Alþingis eins og fullyrt er að Steingr J. hafi gert með því að neita því að samningur væri í vinnslu sem reyndist hafa verið tilfellið.

Ég bendi á að ég heyrði ekki né fylgdist með þessu atviki en hef orð margra sem ég treysti nokkuð vel staðfesta þetta.

Spurningin um þessa tilteknu ráðherra er auðvitað ekki svaraverð þegar nánar er að gætt vegna þess að hún felur í sér hvort tengsl við tiltekna stjórnmálaflokka eigi að vera sjónarmið við ákvarðanir um sakfellingar og/eða dóma.

Árni Gunnarsson, 13.9.2010 kl. 22:41

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Að sjálfsögðu !!  sjá eftirfarandi greinar í lögum um ráðherraábyrgð:

2. gr. Ráðherra má krefja ábyrgðar samkvæmt því, sem nánar er fyrir mælt í lögum þessum, fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hefur orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hefur annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, önnur landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu.

og

7. gr. Ráðherra sá, er ábyrgð ber á embættisathöfn samkvæmt greinunum hér á undan, verður einnig sóttur til ábyrgðar fyrir athafnir undirmanna sinna, er byggjast á téðri embættisathöfn eða lúta að framkvæmd hennar, enda hafi þær verið fyrirskipaðar af ráðherra eða megi, eins og á stendur, teljast eðlilegar eða nauðsynlegar til framkvæmdar henni.
og

10. gr. Loks verður ráðherra sekur eftir lögum þessum:
   a. ef hann misbeitir stórlega valdi sínu, enda þótt hann hafi ekki beinlínis farið út fyrir embættistakmörk sín;
   b. ef hann framkvæmir nokkuð eða veldur því, að framkvæmt sé nokkuð, er stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu, þótt ekki sé framkvæmd þess sérstaklega bönnuð í lögum, svo og ef hann lætur farast fyrir að framkvæma nokkuð það, er afstýrt gat slíkri hættu, eða veldur því, að slík framkvæmd ferst fyrir.


Segir sig sjálft !!  Heimildin er alveg skýr að mínu mati, hagsmunum ríkisins og þjóðarinnar var stofnað í mikla fyrirsjáanlega hættu með þessum Icesave samningum þeirra Steingríms J. og Svavars.  Þá á að sjálfsögðu að draga til ábyrgðar fyrir að reyna að gera samning sem hefði rústað íslenzku samfélagi og skuldsett komandi kynslóðir í áratugi !!

Vonandi rennur sá tími einhverntímann upp að þessi Icesavegjörningur verði rannsakaður til hlítar !!

Sigurður Sigurðsson, 14.9.2010 kl. 12:10

3 Smámynd: Elle_

Já, hvað með Jóhönnu og Össur, sem sátu í ríkisstjórninni þegar bankarnir féllu og löngu fyrr?  Hví ættu þau að sleppa?

Við vitum vel að bankarnir voru tæmdir að innan, Íslandsbanki hefur líka kært 7 menn innan bankans fyrir svívirðilega misnotkun. 

Ekki stýrðu ráðherrar ráni innan bankanna, en vissulega ætti að kæra ráðherra ef rökstuddur grunur liggur fyrir að þeirra hegðun varði við lög.  Ekki bara af því bankar féllu eins og í öðrum löndum og út um allan hinn vestræna heim í stórum stíl. 

Það er ófært að pólitíkusar stýri hvaða menn úr þeirra röðum verði kærðir, gjörsamlega fáránlegt.  Það hlýtur að þurfa fagmenn í það, ekki hlutdræga og kannski spillta pólitíkusa.  Það verður að rannsaka núverandi stjórn vegna Icesave og allra lyganna og svikanna og draga þau fyrir dóm ekki síður en hina. 

Það er alveg víst að Steingrímur laug að okkur um Icesave og lúmskulega og ólöglega samninga.  Það voru bara þreifingar í gangi 3. júni, 09 og 2 dögum seinna kom hann fram með fullunninn Icesave-samning Svavars.  Það er nokkuð víst að Össur laug um horfnu lögmannsskýrsluna hliðholla okkur í Icesave +++   Við getum ekki sleppt þeim verstu.   

Elle_, 14.9.2010 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 828255

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband