Vinstri grænir stöðva alla uppbyggingu á Suðurnesjum.

Fjárhagsstaða Reykjanesbæjar er verulega slæm og eflaust eru margar skýringar á því. Eitt er þóalveg ljóst að hefði tekist að koma í framkvæmd ýmsum hugmyndum um atvinnuuppbygginu væri staðan allt önnur.

Ný atvinnutækifæri skapa auknar tekjur fyrir sveitarfélögin.

Það er með ólíkindum hvernig Vinstri grænir hafa lagst nánast gegn öllum hugmyndum um atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum.

Það lítur út fyrir að það sé mikill þyrnir í augum Vinstri grænna hversu Sjálfstæðismenn eru sterkir á Suðurnesjum.

Fyrst og fremst beinist andstaða Vinstri grænna gegn Árna Sigfússyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Það virðist pirra VG óskaplega hversu vinsæll og sterkur leiðtogi Árni er. Hann náði glans kosningu síðast. Mikill meirihluti íbúa treystir Árna til að takast á við þessi mál.

Það sem er alvarlegast í þessu öllu að stjórnarþingmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi skuli sætta sig við hvernig VG stöðvar allt.


mbl.is Skera niður um 450 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með réttu er hægt að benda á að núverandi stjórnvöld hafi stoppað framkvæmdir á suðurnesjum. Þær ákvarðanir hafa hinsvegar ekkert með skuldastöðuna að gera. Árni Sigfusson þarf að læra það að taka ekki lán upp á marga milljarða þegar tekjurnar eru bara í milljónum. Skuldastaða Reykjanesbæjar er algjörlga á ábyrgð Sjáfstæðismanna.

Sigurður Pálsson (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 11:16

2 identicon

Stjórnunarhættir sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ eru rót vandans því miður. Árni handleikur fjármagn afar illa og ætti að segja af sér sem bæjarstjóri. Hann hefur valdið nú þegar miklum skaða. Það er ekki nóg að vera sætur og sjarmerandi.

Þórður S. (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 14:45

3 Smámynd: Elías Hansson

Það getur varla verið VG að kenna að HS orka og orkuveitan fái ekki lán til framkvæmda, er það?

Það sem er að þarna í Reykjanesbæ, er Ken litli. Hann kann ekkert með fjármuni almennings að fara, frekar en aðrir sjallar

Alltaf þegar sjallar skíta á sig er það öðrum að kenna að ykkar mati. Aumur máldsstaður það.

Elías Hansson, 19.9.2010 kl. 16:29

4 identicon

Ég get ómögulega fengið út þá niðurstöðu að VG beri ábyrgð á stjórnunarháttum Árna Sigfússonar. Maður stólar ekki á peninga sem eru ekki til og veist ekki hvort að verði til og felur sig svo á bak við það að "eitthvað átti að verða".

Sara Björg Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 17:55

5 identicon

Maður á bara varla orð. Þú ekur um með slökkt ljósin og lokuð augun félagi.

Sjálfstæðisflokkurinn ber einn ábyrgð á stöðunni í Reykjanesbæ. Fólkið kaus þetta yfir sig ár eftir ár og verður nú að horfast í augu við staðreyndir. Menn hafa skítið hjálparlaust upp á bak. Ekki kenna öðrum um heldur vaknið. Allir aðrir sjá þetta enda augljóst mál

Sverrir (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 21:45

6 Smámynd: Elías Hansson

Það er ekki að sjá, að hér skrifi maður með MIKLA reynslu í pólitík, sveitarstjórnarmálum og blaðaskrifum.

Þetta er nú ansi viðvaningsleg skrif hér og mikið bull.

Elías Hansson, 19.9.2010 kl. 22:18

7 identicon

Maður þarf eiginlega að tilheyra sértrúarsöfnuði til að sjá hlutina með þessum hætti.

Gunnar (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828276

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband