1100 uppboð. Skjaldborg hinnar tæru Vinstri stjórnar.

Fram hefur komið að í ár hafa 1100 fateignir verið boðnar. Töluðu ekki Jóhanna og Steingrímur J. að slá ætti skjaldborg um heimili landsins. Hefur Vinstri stjórnin ekki gefið út að hú væri norræn velferðarstjórn. Er þessi fjöldi uppboða dæmi um það?

Nú er Vinstri stjórnin búin að ákæra Geir. Kannski að loksins eftir 2 ár fari að koma að úrbótum fyrir illa staddan almenning í landinu. Eða er ekki líklegra að Steingrímur J. og Jóhanna finni einhver önnur mál til að ræða um til að sleppa við að gera eitthvað sem gæti bjargað illa stöddum almenningi.

Ætli það sé ekki mun líklegra.


mbl.is 1100 uppboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er ég sáttur við þessa ríkisstjórn sem ég kaus,og þá hve Samfylkingarsampillingarflokkurinn hefur ótrúleg hreðjartök á VG.Það er  með ólíkindum,en Sigurður það má ekki gleymast hvaða flokkar eru arkitektar að þessu hruni,,,,varstu búin að gleyma því góurinn.?

Númi (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 21:40

2 identicon

Já það er kominn tími til að öll þessi húsnæðislán séu niðurfelld.

Það á enginn að þurfa að missa húsin sín.  Ég og hundruðis aðrir vilja húsin sín aftur.

Það var ekki okkur að kenna að þessi kreppa kom. Allir verða að ber ábyrgð á þessu. Fellið niður lánin.

Jonsi.

Jonsi (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 23:18

3 identicon

Sæll.

Númi, það er ekki hægt að kenna einhverjum einum flokki um þetta hrun. Þetta hrun varð í flestum löndum heims og ekki var Stjálfstæðisflokkurinn við völd um allan heim, eða hvað? Vinstri menn hafa logið að fólki með þetta, var Sjálfstæðisflokkurinn við völd í Bretlandi? Nei, systurflokkur Sf svo dæmi sé tekið.

Orsaka hrunsins er ekki að leita í hugmyndafræði eða hjá stjórnmálaflokki þó sumir tækifærissinnar vilji telja fólki trú um það. Var einhver flokkur, hér eða erlendis, sem hvatti fólk til að taka lán? Var einhver flokkur sem lánaði of mikið? Nei, það voru bankarnir.

Mann grunar að margir þeirra hafi nánast blekkt fólk enda var ég að sjá að ekki bara topparnir fengu bónusa heldur líka þeir sem sáu um að útbýta lánum, fengu bónusa fyrir að stækka efnahagsreikninginn með taumlausum lánveitingum. Hvaða stjórnmálaflokkur ber ábyrgð á því? Hvaða ábyrgð bera stjórnmálaflokkar á Edge og Icesave? Bönkunum var heimilt að opna þessa reikninga vegna EES reglna og ríkið hafði ekki heimild til að stoppa þá af. Bankarnir voru einkafyrirtæki og undir stjórn einstaklinga en EKKI ríkisins eða einstakra ráðherra.

Hægri menn verða nú að hrista af sér slenið, hér ætla afturhaldsöfl að keyra allt í kaf með pólitískum réttarhöldum, fáfræði á efnahagsmálum og aðgerðaleysi í atvinnumálum. Nú hafa kjósendur reynt vinstri stjórn á eigin skinni og alveg ljóst hvers hún er megnug.

Svo ber nú þessi stjórn einhverja ábyrgð á niðurfellingu skulda sumra en ekki annarra. Hún sýnir svo ekki verður um villst að sumir eru jafnari en aðrir.

Helgi (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 828252

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband