Laun kennara verða að hækka.

Flestir ef ekki allir eru sammála um að kennarastarfið sé eitt mikilvægasta starf sem til sé. Það skiptir okkur öll svo miklu máli að í skólanum starfi hæfir kennarar. Lengi býr að fyrstu gerð stendur skrifað. Frá unga aldri sækja börn skóla og það skiptir svo gríðarlega miklu hvernig til tekst bæði á leikskóla í kennslustofunni. Þetta viðurkenna allir. Á góðum stundum tala menn um kennara sem lykilfólk í samfélaginu. En eru svo launakjör í samræmi við ábyrðina og mikilvægi starfsins? Svarið er hreint og beint stórt NEI.

Það er með ólíkindum að launakjör kennara séu eins léleg og raun ber vitni. Kennarar með góða menntun og langan starfsaldur skríða rétt yfir 300 þús. á mánuði. Auðvitað sjá það allir að þetta gengur ekki.

Sveitarfélögin hafa lagt á það mikla áherslu á síðustu árum að bæta kennsluaðstöðu og ýmsan búnað í skólanum. Allt er það gott og blessað, en höfuðmáli skiptir samt að góðir kennarar starfi við stofnunina.

Sveitarfélögin eiga því nú og á næstu árum að leggja höfuðáhersluna á að bæta kjör kennarara.

Miðað við það sem allir viðurkenna um mikilvægi kennarastarfsins hlýtur að vera hægt að vinna því hljómrgunn meðal þegna allra sveitarfélaga að launakjör kennara verði bætt myndarlega.


mbl.is Kennarar hafna kjarasamráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þarna erum við sammála Sigurður. Það hlaut að koma að því..

hilmar jónsson, 10.11.2010 kl. 11:32

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Já,hilmar. Kannski erum við sammála í mörgu svona inn við beinið.

Sigurður Jónsson, 10.11.2010 kl. 11:43

3 identicon

Hvað er að heyra í gamla barnaskólakennaranum.

Auðvitað eru launin alveg nóg og há  !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Maggi Grundó (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 14:25

4 Smámynd: Sigurður Jónsson

Maggi. Þú ert nú meiri íhaldsp... Ekki einu sinni úr gamla Sjálfstæðisflokknum heldur þeim eldgamla.

Þó við séum nú sammála í fletum málum verðum við seint sammála í þessu.

Sigurður Jónsson, 10.11.2010 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 828260

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband