Spilað með peninga launþega.

Þær eru athyglisverðar tölurnar sem einn af stjórnarmönnum VR leggur á borðið. Yfirvyggingin á lífeyrissjóðum landsmanna kostar vel á fjórða milljarð. Nú þarf ekki mikinn speking til að sjá að þarna hlýtur að vera hægt að spara verulegar upphæðir.

Það þarf ansi marga launþega til að halda uppi yfirbyggingu lífeyrissjóðanna.

Ég hef áður skrifað um það að ég undrast það mjög að það skulu vera atvinnurekendur, sem meira og minna ráða lífeyrissjóðunum. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að það eru peningar launþega sem mynda lífeyrissjóðanna.Furðulegt að verkalýðshreyfingin skuli sætta sig við þetta fyrirkomulag.

Á síðustu árum hafa lífeyrissjóðirnir tapað gífurlegum upphæðum þannig að skerða verður bætur margra hvað varðar eftirlaunagreiðslur.

Þrátt fyrir þetta er haldið áfram að spila með peninga launþega. Nú er fjárfest í Hússmiðjunni, Blómavali og felri áhættusömum fyrirtækjum. Það er spilað með peningingana enda engin hætta á að dregið verði úr yfirbyggingu lífeyrissjóðanna.

En svo koma lífeyrissjóðirnar fram og láta eins og þeim sé mjög annt um hagsmuni þegna sinna. Þegar rætt er um skuldaniðurfellingu illa stæðra heimila heyrist annar tónn. Við verðum að gæta hagsmuna félagsmanna okkar. Við megum ekki taka áhættu í þeim efnum. Merkilegt að nú má ekki taka áhættu. Við gætum kannski gert eitthvað ef það kostar ekki mikið.

Stórkostlegt.

 


mbl.is Gagnrýnir rekstrarkostnað lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er greinilegt að stjórnun lífeyrissjóðanna eru mjög eftirsóttir kjötkatlar. Hverjir stjórna mannaráðningum þarna?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 828294

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband