Er minni áhætta í að fjármagna blómabúð heldur en vegi?

Lífeyrissjóðirnir koma nú fram mjög ábyrgðarfullir og sgjast ekki geta lánað fjármagn í vegaframkvæmdir á vegum ríkisins nema að fá ákveðna ávöxtun. Það sé þeim hreinlega óheimilt samkvæmt lögum. Þeir verði að gæta hagsmuna rétthafa lífeyrissjóðanna. Mikið dásamlega er þetta allt fallegt. Þeir tala núna eins og lífeyrissjóðirnir hafi aldrei tapað krónu á vafasömum fjárfestingum. Er þetta þá bara allt kjaftæði að lífeyrissjóðirnir hafi tapað hundruðum milljóna vegna misheppnaðra fjárfestinga og áhættusamra viðskipta með verðbréf. Það er þá skrítið að skerða þarf lífeyri hjá þó nokkrum lífeyrissjóðum.

hafi menn nú lært af biturri reynslu að fara beri að lögum og aðeins að stunda fjárfestingar og lánastarfsemi sem gefur ákveðna ávöxtrun er undarlegt að enn standa lífeyrissjóðirnar í áhættusömum rekstri.

Hvaða þörf er t.d. á því að lífeyrissjóðirnir vilji standa í að reka blómabúð eða byggingavöruverslun. Það er ekki hægt að halda því fram með nokkrum rökum að þessi verslunarrekstur gefi ávöxtun fjármagns sem lífeyrissjóðirnir fullyrða að þeir verði að skila.

Hversw vegna höfðu menn það ekki í huga á sínum tíma og hvers vegna hafa menn það ekki enn í huga að áhættubisness réttlætir ekki áhættuna á að lífeyrissjóðirnir fórni réttindum lífeyrisþega í nútíð og framtíð.

Það er allavega lágmark að lífeyrissjóðirnir séu samkvæmir sjálfum sér þegar þeir gefa út hástemmdar yfirlýsingar um hversu vel þeir gæti hagsmuna sinn lífeyrisþega.


mbl.is Hart sótt að lífeyrissjóðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er með ólíkindum hvernig aðförin er að lífeyrissjóðunum,en þó ekki öllum ekki þeim opinberu.Það er heimtað frá opinberum embættismönnum að lífeyrissjóðir sem hafa lækkað greiðslur sínar um 17-25,prósent til lífeyrisþega ,að þeir taki þátt í að byggja upp þjóðvegakerfið upp.Ég spyr nú bara ,,er ekki búið að vera nóg óráðssía í gangi hjá lífeyrissjóðunum.'?? Eru opinberir lífeyrissjóðir með í þessari hugmynd,atkvæðasmalanna.? Auðvitað vantar að byggja upp efnahagin hér,ogum leið að skapa atvinnu en á að taka þá meira frá lífeyrisþegum en það sem komið er.Framtakssjóður Lífeyrissjóða er stjórnað af viðskiptamannaeikavinaklíku,það má vel sjá miðað við hverjir eru þar samankomnir í þeim peningakjötkatli sem lífeyrissjóðirnir eru.

Númi (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 23:13

2 identicon

Einu lífeyrissjóðirnir sem eru tryggðir í bak og fyrir eru lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna ,þar eu engar skerðingar á réttindum, er það sanngjarnt eins og ástandið er í þjóðfélaginu í dag og verður um ókomin ár ? Hvers vegna má ekki hrófla við gæðingunum þar, af því þeir hafa ætíð hugsað um sig og sína, lýðurinn getur soltið þeir opinberu tryggja sig í bak og fyrir, það er ólykt af þessu.

Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828339

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband