Draumur Vinstri grænna um Kúbu hlýtur að rætast.

Vinstri grænir er margklofinn flokkur í mörgum málum. Í einu máli er þó 100% samstaða meðal þingmanna VG þ.e. hækkun skatta. Það virðast engin takmörk fyrir því hversu langt Steingrímur J. og félagar ætla að ganga í skattahækkunum. Beinir  skattar hækka óbeinir skattar hækka, þjónustugjöld hækka, hækkanir á bifreiðar hækka, skattahækkanir á fyrirtæki. Auknar byrðar á sveitarfélögin.

Allar þessar skattahækkanir hafa svo á örskömmum tíma leitt til 16 milljarða hækkunar skulda heimila á aðeins 8 mánaða tímabili. Þrátt fyrir þessa staðreynd boðaðr Vinstri stjórnin áfram hækkandi álögur.

Það virðist vera draumur Vinstri grænna að koma á Kúbu ástandi hér á landi. Draga alla niður þannig að almenningur hafi ekki úr neinu að spila. með sama áframhaldi og vinstri stjórn í landinu mun Steingrími J og félögum takast að gera Ísland að Kúbu norðursins.


mbl.is Skuldir hækkað um 16 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nádrumbinn dreymir blauta drauma um skömmtunarseðla ríkisins í 100% skattheimtu! 

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 13:19

2 Smámynd: Starbuck

Ef það má ekki hækka skatta segðu okkur þá hvernig ríkisstjórnin á að fara að því að greiða allar skuldirnar sem á hann hafa fallið vegna óstjórnar Sjálfstæðisflokksins.  Viltu heldur að við seljum frá okkur auðlindirnar þannig að við breytumst í Nicaragua norðursins?

Starbuck, 14.12.2010 kl. 15:05

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Hækkun skatta virkar ekki eins í raunveruleikanum og það gerir á excel skjalinu sem ríkisstjórnin er að vinna eftir, því meira sem ríkisstjórnin tekur af einstaklingum áður en þeir koma því í umferð þýðir minni skatta annarstaðar frá (t.d. eins og neysluskatta) ásamt því að háir skattar eru vinnuletjandi sem þýðir ennþá minni innkoma, hvernig væri að lækka skatta, þá nenna menn að vinna, ríkið fær þetta allt saman aftur í gegnum neyslu, fyrirtæki og einstaklingar geta farið að gera eitthvað meira en að sitja heima og bíða, svoleiðis aðgerð myndi koma lífi aftur á fjármálakerfið hér.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 14.12.2010 kl. 16:12

4 identicon

@Starbuck. Þetta er gömul tugga sem stenst enga skoðun. Það er vel hægt að sigla í gegnum þessa niðursveiflu án þessara fáránlegu skattahækkana. Í raun væri það auðveldara ef dregið væri úr þeim og hluti af þeim dregnar til baka fljótlega. Það að þruma þessum svaka skattahækkunum sem vinstri stjórnin hefur skellt á okkur er eins og að setja handbremsuna á bíl sem er fastur í skafli. Skuldastaða ríkissins hefur auk þess verið ofmetin og töluð upp frá upphafi hrunsins eins og hefur reyndar verið bent á oft. Tilfæringar á efnahagsreikningi ríkisins taldar með sem skuld og brúttó skuld við AGS túlkuð sem einhver nettóskuldastaða og fleira kjaftæði. Ef til vill er ríkisstjórnin að nýta þessa rangtúlkun til þess að láta blauta skattadrauma rætast, hver veit.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 17:12

5 Smámynd: Starbuck

Ef ég man rétt þá erum við núna að borga u.þ.b. 100 milljarða í vaxtagjöld á þessu ári og örugglega eitthvað álíka á næsta ári.  Einhvers staðar verður að finna þessa peninga.  Ég er mest hræddur um að menn séu að rústa heilbrigðiskerfinu til að eiga fyrir þessum skuldum.

Það er nokkuð til í þessu hjá Halldóri og reyndar held ég að þetta eigi ekki eftir að ganga upp hjá ríkisstjórninni.  Það kæmi mér ekki á óvart ef ríkið yrði gjaldþrota innan fárra ára.

Annars er ég ekki að mæla skattpíningu bót sérstaklega ekki þegar henni er ætlað að borga fyrir glæpi og klúður bankamanna og stórbraskara.

Starbuck, 14.12.2010 kl. 17:59

6 identicon

Hvað mundi sparast af því að fækka sendiráðum Íslands um helming og hafa ræðismenn í staðin???  Getur einhver sagt mér það?

Það mætti t.d. fækka starfsfólki Utanríkisráðuneytisins um helming. Það mætti skerða bílakost og ýmislegt hjá ráðuneytunum almennt.

Veistu Starbuck...Það eru ýmsar aðrar leiðir til, en að hækka skatta. Bruðlið og hái standardinn á ríkinu er óheyrilegt. Þú ert m.a. að borga allar utanlandsferðirnar, hótelin, rándíra veitingastaði o.s.frv fyrir fáa útvald, í sköttunum þínum. Eða færð þú að ráða í hvað skattarnir þínir fara? Ekki fæ ég að ráða því! Það gerir mig reiða að sjá hvernig skattarnir sem ég greiði er ráðstafað. Sérðu ekki hvað er í gangi hér? 

anna (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 19:07

7 identicon

grrr...prentvillupúki   ég vildi sagt hafa:  fyrir fáa útvalda;  

Það gerir mig reiða að sjá hvernig sköttunum sem ég greiði er ráðstafað.

anna (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 19:15

8 Smámynd: Starbuck

Já, Anna það mætti alveg skera niður óþarfa eyðslu hér og þar innan ríkisins.  En það sem sparast myndi með því myndi duga ansi skammt til að borga niður þær skuldir sem ríkið tók á sig frá einkageiranum í hruninu.  Gerir það þig ekki reiða að sjá skattpeningana þína renna í þá hít?  Svo sagði seðlabankastjórinn okkar sagði um daginn að stjórnvöld væru tilbúin til að setja tugi milljarða í viðbót í bankakerfið ef á þyrfti að halda (svo stendur til að Íbúðalánasjóður fái á næstunni 30 milljarða af skattpeningunum okkar en hann tapaði stórfé í hruninu vegna brasks í einkafyrirtækjum).

En það er ekki bara bruðl hjá ríkinu.  Það er miklu meira bruðl í bankakerfinu!  Bankakerfið er allt of stórt (meira að segja AGS segir það) og þar er fólk á allt of háum launum.  Hver heldurðu að borgi fyrir þetta bruðl?  Það erum við! Með okurvöxtum og verðbótum.  Ertu ekkert reið yfir því?  Svo þurfa þeir ekki að hafa neinar áhyggjur af því hvernig reksturinn gengur hjá þeim því þeir geta alltaf treyst því að ríkið taki skellinn ef illa fer (með skattpeningunum okkar!)

Starbuck, 14.12.2010 kl. 20:07

9 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Alveg hárrétt hjá Önnu, það mætti sækja ansi mikinn aur með því að fækka sendiráðum, þingmönnum og þeirra fylgi liði, tala nú ekki um þessar hvað 250 nefndir sem ríkisstjórnin hefur sett á (hefur eitthvað komið frá þessum nefndum?)!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 14.12.2010 kl. 23:40

10 Smámynd: Starbuck

Það er rétt að árétta að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar byggist að stórum hluta á áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Þeim finnst náttúrulega ekkert athugavert við að skattpína almenning á Íslandi svo borga megi upp skuldir fjármálaelítunnar.

Starbuck, 15.12.2010 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828362

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband