Þjóðin á að greiða atkvæði um Icesave.

Það virðist vera nokkuð ljóst að þau samningsdrög sem nú liggja fyrir eru margfalt betri heldur en þau sem Steingrímur J. og Jóhönnu vildu pína  í gegn. Mismunurinn nemur mörgum tuga milljarða ef ekki hundruðum milljarða. Það er því eðlilegt að mikil btreyting sé á viðhorfi fólks um að semja.

Í áramótaávagrpi sínu gaf Ólafur Ragnar,forseti,það fyllilega til kynna að hann muni vísa samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði það hafa sýnt sig að þjóðinni er fullkomlega treystandi til að meta hlutina og greiða atkvæði af ábyrgð.

Forystuflokkuir ríkisstjórnarinnar hefur mikið talað um íbúalýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur. Jóhanna hlýtur því að leggja til á Alþingi að nýjustu samningsdrögin verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu.


mbl.is Tæpur helmingur vill samþykkja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já nú er ég sko sammála þér Sigurður,auðvitað á þjóðin að ráða.Þjóðin var búin að segja NEI í þjóðaratkvæðagreiðslu,svo það á ekki að þurfa að kjósa aftur,síðast þegar ég vissi að þá þýðir NEI======NEI.

Þessi úrslit á skoðanakönnunini er sérpöntuð,það er engin vafi,það er fnykur af þessari könnun. NEI ICESAVE NEI ESB.

Númi (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 23:17

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott að fá að kjósa og njóta þess að segja nei.

Sigurður Haraldsson, 12.1.2011 kl. 23:47

3 Smámynd: Elle_

Hvað er betri kúgun???  RUV orðaði þetta hlutdrægt eins og talað úr munni ICESAVE-STJÓRNARINNAR einu sinni enn.  Nauðung er enn lögleysa þó krafan hafi minnkað og vitlaust að kalla kúgun betri eða skárri.  Við vorum líka búin að kolfella ICESAVE fyrir tæpu ári og ættum ekki að hafa nauðungina lengur yfir okkur.  Og fyrir utan það ætti enginn hluti þjóðarinnar að geta kosið eða þvingað lögleysu yfir hinn hlutann.

Elle_, 12.1.2011 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 828255

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband