Skólamál í uppnámi. Jón geimvera á einkabulli í Vín. Hvernig getur Dagur horft uppá þetta?

Reykvíkingum er þessa dagana harðlega refsað fyrir að hafa kosið Besta flokkinn með Jón Gnarr borgarstjóra í forystu. Skólamálin eru í uppnámi. Illa ígrundaðar aðgerðir án samráðs við foreldra skal  keyrt í gegn hvað sem tautar og raular. Einkenni meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar er að þjösnast áfram og hlusta ekki á gagnrýni. Valdníðsla virðist vera uppáhaldsorð þessa hóps.

Á meðan allt er í upplausn í borginni er Jón Gnarr borgarstjóri á einkaflippi erlendis og telur það aðalhlutverk sitt að kynna bíómynd um sjálfan sig. Allt í hausnum á Jóni Gnarr snýst um hans eigin persónu. Hagsmunir Reykvíkinga virðast ekki vera í fyrsta sæti.

Jón Gnarr segir að hann nenni ekki að standa í þessu Icesave lengur. Hann vilji segja já þótt auðvitað við ættum ekkert að borga skuldir einkabanka. Allur máflutningur þessarar geimveru er í þessum ísbjarnarstíl.

Vonandi lætur Jón Gnarr verða að því að fara til Grænhöfðaeyja eftir að þjóðin hefur sagt Nei við Icesave. Það yrði tvöfaldur sigur fyrir Reykvíkinga að losna við Icesave og eimveruna úr stól borgarstjóra.

Ég hélt að Dagur B.Eggertsson væri efni í þokkalegan stjórnmálamann. Nú hefur komið í ljós að hann er það svo sannarlega ekki. Kannski fer hann bara með Jóni Gnarr til Grænhöfðaeyja.

 


mbl.is Tillögurnar ekki dregnar til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

 Sigurður. Það væri nær að gagnrýna eineltið sem fær að viðgangast í þessum skólum víðs vegar um borgina og landið. Sem er staðfesting á að skólakerfinu verður að breyta mikið, til að verja hagsmuni barnanna en ekki kennara og skólastjórnenda.

 Hvað kostar einelti?

 Eineltið brýtur börnin niður og eyðileggur líf margra, sem kostar mikið í heilbrigðiskerfinu og reyndar allsstaðar í þjóðfélaginu.

 Hvert er hlutverk skólanna í raun? Hefur skyldu skólanna verið framfylgt, þegar í ljós er komið að mörg börn koma ólæs og niðurbrotin út í lífið? Þetta er óverjandi meðferð á börnum í skólum landsins!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.3.2011 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 828279

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband