Atvinnurekendur hóta með Icesave.

Ég átti erfitt með að trúa þvi sem Gylfi æðstiprestur ASÍ sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann sagði að atvinnurekendur myndu ekki skrifa undir nýjan kjarasamning nema að þjóðin samþykkti JÁ í Icesavekosningunni á laugardaginn. Er það virkilega rétt að atvinnurekendur hóti kjósendum. Er það ást þeirra á lýðræðislegum rétti allra kosningabærra manna að taka afstöðu án hótana. Ég ´´a erfitt með að trúa að atvinnurekendur hugsi virkilega svona. Íslendingar eru alveg fullfærir um að meta það hver og einn hvað sé hagstæðast fyrir þjóðina. Réttur okkur er að kynna okkur málin og taka afstöðu og una svo úrslitunum.

Kjósendur á Íslandi láta ekki atvinnurekendur kúga sig til að kjósa eins og þeir vilja.

Megum við kannski búast við því að Gylfi ASÍ postuli segi að launþegar fái engar kjarabætur nema þeir kjósi Samfylkinguna og ESB aðild.

Svona málflutningur atvinnurekenda að ætla að hræða launþega til hlýðni þýðir það eitt að menn herðast í að segja NEI á laugardaginn.


mbl.is Margir ræða um Icesave á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður.

Þetta geir alveg útslagið á laugardaginn að ICESAVE III verður fellt.

Svona hótanir frá þessum líka leppalúðum hjá SA og ASÍ espar fólk bara upp á móti.

Ekki hefur bætt úr óburðugur málflutningur Já sinnana og falskur tónn í áróðri flestra fjölmiðlana.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 15:56

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

ASÍ-Gylfi lýgur! Það má vel vera að einhver vinur hans í SA sé þessarar skoðunar - en að yfirfæra það á alla aðra vinnuveitendur og launagreiðendur er ekkert annað en einskær atvinnurógur!

Kolbrún Hilmars, 5.4.2011 kl. 16:40

3 identicon

þetta mun vera tilfellið og það ósvifnast sem um getur i sögu Islands ,aldrei hefur maður heyrt um annað eins :::::: Eg vona að fólk verði ennþá harðara á NEI ,NEI .........

Ransý (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 16:41

4 identicon

Tek undir hvert einasta orð hér fyrir ofan! Þvílík ósvífni!! Sýnum þessum aumingja mönnum að við séum ekki hrædd við þá - kjósum NEI!!!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 19:35

5 identicon

NEI !!

R. Sif (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband