Ríkisstjórn Jóhönnu glataði tækifærunum.

Nú talar Jóhanna forsætisráðherra um ár hinna glötuðu tækifæra og kennir því um að Icesave þvælist fyrir. Jóhanna tekur undir hótanir atvinnurekenda og segir allt verða fínt og flott hlýði þjóðin og segi já við Icesave.

Hefur Jóhanna virkilega trú á því að þjóðin trúi hinni endalausu tuggu hennar. Heldur hún virkilega að ástand mála hér væri betra hefði Icesave eitt verið samþykkt. Heldur hún virkilega að ástand mála væri betra ef Icesave 2 hefði verið samþykktur. Heldur hún virkilega að almenningur trúi því að allt verði flott og fínt ef þjóðin samþykkir Icesave 3.

Hvers vegna hafa tækifærin glatast undir stjórn Jóhönnu? Ekkert hefur verið gert í atvinnuuppbyggingu. Ráðaleysi og vitleysa hafa ráðið ferðinni hjá Jóhönnu. Skattpínig er það eina sem sjórn Jóhönnu hefur náð saman um.

Jóhanna getur ekki  hótað þjóðinni. Það eina sem betur bjargað þjóðinni er að fá nýtt fólk á þing.

Við tryggjum framtíð Íslands best með því að segja NEI á laugardaginn. Það verður það kjaftshögg sem Alþingi þarf að fá.


mbl.is Ár hinna glötuðu tækifæra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Sigurður ég er að vona að nei verði yfir og þó svo að allar kannanir bendi til þess þá er ekkert fyrr en í enda er komið svo það verður spennandi að fylgjast með talningu atkvæða þegar þær hefjast.

Ég mun segja NEI.

Það verður bylting ef að þjóðin hafnar Icesave og Jóhanna og félagar halda að þau geti setið áfram eins og ekkert sé...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.4.2011 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 828279

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband