Var þetta þá allt eintóm steypa að allt færi á hliðina ef við kysum NEI ?

Það er margt skrítið í veröldinni.Fyrir nokkrum dögum sögðu Árni Páll, Jóhanna og Steingrímur J. að allt myndi fara á hliðina hjá okkur erf við segðum NEI við Icesave. Ríflegur meirihluti kjósenda hlustaði sem betur fer ekki á ráðherrana. Nú kemur í ljós að þrátt fyrir neiið er ástandið bara fínt. Bretar og Hollendingar ætla ekki að leggja stein í okkar götu segir Árni Páll. Það var eins gott að taka ekki mark á hræðsluáróðri Árna Páls.

 


mbl.is Leggja ekki stein í götu okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er merkilegt hvernig þið nei menn getið látið eins og litlir krakkar. Það þarf stöðugt að vera í einhverjum björgunaraðgerðum til að forða stór slysi eftir hvert neiið á fætur öðru. Maður þar að hlusta á þennan forseta slá sér á brjóst kominn með Sjálfstæðisflokkinn á bak við sig. Það var löngu vitað að það væru peningar í þrotabúinu til að greiða höfðustól Icesave og gott betur. Það er einnig vitað að gjaldeyrisforði Seðlabankans er mjög ríflegur og getur tekið á sig áföll. Það er meira en sagt verður um ástandið 2008. Mér finnst að Sjálfstæðismenn ættu að fara að sýna ábyrgð eitthvað, sem einusinni var aðall þessa flokks. Því miður virðast flokksmenn ekki ætla að styðja Bjarna Ben og velja frekar óvissu og stjórnleysi í skjóli forseta Íslands.

kristján Pálsson (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 08:47

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Svo virðist sem já-liðarnir sem eru að störfum í krafti öfugmælis þar sem neikvæðari stétt fólks er erfitt að finna þó víða sé leitað. Ég er einn af þjóðinni sem hafnaði ósómanum og hlustaði því ekki á hrakyrði og neikvæða tóna frá þeim hópi sem vildi leggjast fyrir Breta og Hollendinga. Ekki hefur staðist neitt af því sem forystumenn já-liðsins sögðu um að hér færi allt til fjandans ef við ekki leggjumst fyrir Breta og Hollendinga.

Nú er svo komið að þessir sömu ráðamenn eru á þönum útum allar jarðir (á minn kostnað) til að "bjarga þjóðinni" en gera sér ekki grein fyrir því að við búum á öld upplýsingatækni þar sem fréttir eru fljótar að berast og oftar en ekki meira að marka það sem kemur erlendis frá en úr tranti stuðningsmanna Breta og Hollendinga.

Kristján Pálsson er einn af þeim sem virðast kokgleypa áróður ríkisstjórnarinnar og sannar það með orðum sínum. Hann þarf að átta sig á að forseti Íslands er að vinna fyrir þjóðina, eitthvað sem ríkisstjórnin ætti að vera að gera...

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 18.4.2011 kl. 10:07

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sammála þér Ólafur!

Eyjólfur G Svavarsson, 18.4.2011 kl. 10:11

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Eyjólfi líka.  Það er í raun dálítið fyndið að hugsa sér að ráðamenn þykjist vera í björgunarleiðangri til að leiðrétta neiið.  Sem sagt stela "Glæpnum"

þ.e. sigrinum af þjóðinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2011 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 828283

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband