Það á að spyrja íbúa sveitarfélaga um afstöðu til stórra mála.

Stjórnlagaráð er með hugmyndir um að 10% kjósenda geti óskaðn eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um ýmis mál sem Alþingi hefur áhuga á að koma í gegn. Þetta er mjög jákvæð þróun að íbúar séu spurðir álits áður en stórar ákvarðanir eru teknar.

Að sjálfsögðu þarf þetta einnig að vera á vettvangi sveitarfélaga. Það er nauðsynlegt að íbúar geti óskað eftir að stór mál séu sett í atkvæðagreiðslu áður en sveitarstjórn tekur ákvörðun. Hanna Birna borgarstjóri og meirihlutinn í Reykjavík var farinn að fea þessa braut að leita álits hjá íbúum hvaða verkefni ættu að hafa forgang.

Hér í Garði er mikið hitamál í gangi. Meirihluti bæjarstjórnar hefur ákveðið að sameina grunnskólann og tónlistarskólann og láta það strax koma til framkvæmda. Nú er það gagnrýnt að ekkert hefur verið leitað til íbúa, málið ekki einsu sinni kynnt og ekki verið sýnt framá fjárhagslegan ávinning.

Hér er gott dæmi um hversu nauðsynlegt það er að íbúar gætu krafist atkvæðagreiðslu um málið. Það myndi knýja þá sem vilja koma svona breytingum í gegn að leggja fram rök fyrir því hvers vegna þetta er svona frábært.

Tónlistarskólinn í Garði er 30 ára stofnun og hefur verið stolt Garðbúa í gegnum tíðina. Mikið sjálfboðaliðastarf hefur átt sér stað í gegnum tíðina til að tónlistarlífið gæti verið blómlegt. Það er því eðlilegt að það snerti strengi í mörgum Garðmanninum eigi skólinn aðeins að vera deild innan grunnskólans.

Í þessum málum eins og öðrum er nauðsynlegt að gefinn sé góður tími til að skoða málin og meta kosti og galla. Það hefur verið mjög gott samstarf í gegnum tíðina við bæjarstjórn um rekstur tónlistarskólans og gott samstarf millli grunnskólans og tónlistarsólans. Það er því spurning hvað vinnst með því að hverfa frá sjálfstæði þessarar stofnunar.

Ég tek þetta mál sem dæmi þar sem það er hér í umræðunni að eðlilegt er að sett verði í stjórnarskrána að íbúar sveitarfélaga gætu krafist íbúakosningu um svona dæmigert mál.

Annars gæti bæjarstjórn að sjálfsögðu efnt til kynningar nú þegar á hugmyndum sínum um sameiningu þessara skóla og efnt til skoðanakönnunar meðal íbúa. Það bannar ekker það.

Aðalatriðið er að eigi svona breytingar að eiga sér stað verða þær að vera í fullu samráði við íbúa sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúar eru að starfa í þeirra umboði og það eru jú bæjarbúar sem verða að borga brúsann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 828273

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband