Er lýðræði á Íslandi?

Eðlilega vekja pólitísku réttarhöldin yfir Geir H.Haarde athygli víða erlendis. Það er skiljanlegt að spurt sé, er lýðræði á Íslandi. Það þekkist ekki í nokkru lýðræðisríki að haldin séu pólitísk réttarhöld yfir stjórnmálamönnum. Aftur á móti vita allir að í einræðisríkjum eru sett upp sýndar réttarhöld og pólitískir andstæðingar dæmdir í fangelsi eða hreinlega teknir af lífi.

Auðvitað hneykslast allir á þessum pólitísku réttarhöldum yfir Geir H.Haarde. Að ætla að láta einn stjórnmálamann bera ábyrgð á hruninu er svo fráleitt að engu tali tekur. Í augum erlendra aðila sem fylgjast vel með stjórnmálum er það þeirra álit að einmitt Geir H.Haarde hafi bjargað miklu hvernig brugðist var við hruninu á sínum tíma.

Framganga Steingríms J., Atla Gíslasonar og Ögmundar í þessu máli verður þeim til ævarandi skammar. Og ekki má gleyma nokkrum þingmönnum Samfylkingarinnar, sem samþykktu ákæru á Geir , en samþykktu að hlífa samflokksmönnum sínum þar á meðal yfirmanni bankamála og fjármálaeftirlits þegar allt hrundi. Skömm þessara þingmanna verður einnig skráð í sögubækurnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú bæði sammála og ósammála þér núna.

Hér er ekki lýðræði, hér er flokksræði. Almennur kjósandi hefur næstum enga möguleika á að losna við óhæfa stjórnmálamenn af þingi, ef þeir hafa velþóknun flokka sinna þá geta þeir setið endalaust.

Þessi réttarhöld eru auðvitað rugl, ekki réttahöldin sem slík, heldur sú staðreynd að það sitji bara einn á bekknum. Nær væri að þarna sætu a.m.k. þeir ráðherrar sem voru í hrunstjórninni.

Hverju björguðu neyðarlögin? Hinar skelfilegu afleiðingar þeirra eru einmitt að koma núna í ljós með fjöldagjaldþrotum og eignaupptöku bankanna.

Framganga ofangreindra þingmanna er skelfileg og já, hún verður þeim til ævarandi skammar. Skrýtið finnst mér líka að hið "pólitíska nef" SJS hafi klikkað, núna hafði hann alla möguleika á að geta verið hlutlaus á hliðarlínunni og getað síðan flaggað því framan í þjóðina að hann einn manna væri með tandurhreinan skjöld. En flekkirnir verða seint hreinsaðir núna.

LS

Larus (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 828265

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband