Mikilvægt að fá Hönnu Birnu til forystu.

Hanna Birna Kristjánsdóttir nýtur mikils trausts meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og einnig meðal mjög margra sem ekki hafa verið stuðningsmenn flokksins.Hanna Birna sýndi það vel sem borgarstjóri hversu frábær leiðtogi hún er. Hanna Birna tekur þannig á m´ðalum að almenningur skilur vel hennar málflutning.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf núna virkilega á því að halda að fá til forystu einstakling eins og Hönnu Birnu.Sjálfstæðisflokkurinn beið afhroð í síðustu kosningum, sem búast mátti við eftir efnahagshrunið. Kjósendur völdu tæra Vinstri stjórn sem hefur á skömmum tíma misst nánast allt traust. Vissulega hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð að rétta sinn hlut nokkuð miðað við skoðanakannanir,en það er ekki ásættanlegt að flokkurinn nái ekki í skoðanakönnunum nema rétt rúmum 30%. Reynslan sýnir að flokkurinn fær aldrei eins mikið í kosningum. Miðað við vonbrigðin með Jóhönnu og Steingrím J. þyrfti Sjálfstæ'ðisflokkurinn að ná vel yfir 40% í skoðanakönnunum.

Því miður er það svo, að Bjarni Benediktsson mun ekki ná að laða að sér meiri fylgi heldur en nú er. Það er óþarfi að fara yfir hvers vegna.

Á sínum tíma var Sjálfstæðisflokkurinn í svipaðri stöðu þegar Þorsteinn Pálsson var formaður. Auðvitað hefur það ekki v erið auðvelt fyrir Davíð Oddsson að taka þá ákvörðun að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni. Davíð tók ákvörðun um að bjóða sig fram og sigraði og það var upphafið að mikilli sigurgöngu flokksins og varð mikið gæfuspor fyrir þjóðina.

Ætli Sjálfstæðisflokkurinn að ná virkilegu fjöldafylgi og koma í veg fyrir áframhaldandi Vinstri stjórn

verðum við að fá Hönnu Birnu til forystu.


mbl.is Útilokar ekki neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"mikið gæfusport fyrir þjóðina"   realy ?

Sleggjan og Hvellurinn, 7.9.2011 kl. 21:56

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Happafengur að fá Hönnu Birnu,Glæsilegur og Forigi Flokksins.

Vilhjálmur Stefánsson, 7.9.2011 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband