Nýju framboðin. Vit og vitleysa.

Ég hef verið að fylgjast með kynningu forystumanna á hinum væntanlega tveimur nyju framboðum. Á þessum tveimur framboðum er mikill munur. Það er haf og himinn milli þeirra. Lilja Mósesdóttir er hugsjónakona, sem leggur sín strefnumál á borðið. Hún talar skðýrt og kjósendur koma til með að vita fyrir hvað hún stendur og hverju hún berst fyrir.Ég er langt í frá sammála henni um margt sem hún boðar en hún veit hvað hún syngur.
Framboð Besta og Guðmundar er ótrúverðugt. Ég horfði á þau Heiðu og Guðmund gera grein fyrir framboðinu í Silfri Egils í gær. Maður var svo gjörsamlega jafn nær eftir að þau höfðu talað. Það var ekki nokkur leið að átta sig á hvað nðýja framboðið væri að boða. Hvaða breytingar áttu að verða. Jú, ganga í ESB og stjórnlagaráðið. Bíddu nú við, er þetta ekki nákvæmlega það sama og Samfylkingin jarmar um alla daga.Já, það er vit í öðru framboðinu en vitleysa í hinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Yfirleitt er ég ekki sammála LM en ég ber virðingu fyrir henni. Hið sama má ekki segja um GS sem ég held að hafi einungis tvö stefnumál: Halda sér á þingi og ESB.

LM á skilið hrós fyrir að leggja til að ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka verði lagðir af, þar klikkaði Sjálfstæðisflokkurinn (og fleiri raunar) alveg hrikalega. Af hverju ættir þú t.d. að borga fyrir starfsemi Vg og Sf?

Helgi (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 23:40

2 identicon

Sæll Sigurður

Aðeins um þessa færslu. Það er nokkuð ljóst að það er munur á með hvaða hætti Lilja og Guðmundur setja fram hugmyndir sínar um ný framboð.

Lilja vill setja fram stefnu og allir þeir sem eru sammála þeirri stefnu geta þá komið til liðs við framboðið.

Guðmundur og Heiða tala fyrir því að safna saman fólki sem hefur svipaða lífssýn og það móti síðan saman stefnuna.

Getum við ekki beðið með að kveða upp dóma og leyft þessu að koma í ljós.

kv. kjartan

Kjartan Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828276

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband