Nú reynir á Benedikt og Viðreisn

Það kemur ekki á óvart að vinstra liðið í stjórnarmyndunarviðræðunum skuli boða miklar skattahækkanir. Það eru ær og kýr vinstri manna að hafa skatta nógu háa. Það er í þeirra stefnu aðm taka sem mest af tekjum fólks og láta svo alls konar nefndir og ráð deila því út til að allir hafi það sem verst.Þeir viðurekenna ekki frelsi einstaklingsins til að afla sér tekna og fá að ráða sem mestu um sína peninga án afskipta hins opinbera.

Vinstri flokkarnir boðuðu miklar skattahækkanir fyrir kosningar,þannig að þeir eru ekki að svíkja neitt.

Öðru máli gegnir um Viðreisn. Sá flokkur segist ekki vilja skattahækkanir og talar þar á svipuðum nótum og Sjálfstæðisflokkurinn. Margir af forystumönnum Vireisnar koma úr atvinnulífinu og vita hversu jákvætt það erir lamd og þjóð að einstaklingsfrelsið fái að njóta són.

Nú er á borðinu að Katrín og félagar vilja mikla skattahækkanir. Það verður því fróðlegt að fylgjast með Benedikt og öðrum forystumönnum Viðreisnar. Ætla þau að kyngja skattahækkunum til að geta sest í Visntri Pírata.Stuðningsfólk og kjósendur Viðreisnar voru örugglega ekki að kjósa flokkinn til að fá skattpíningarstefnu VG og Samfylkingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er rengt sem ýjað er hér að að það sé eitthvert hugsjónarmál fyrir VG að hækka skatta. VG hefur aðeins sagt að mikilvægustu innviðir þjóðfélagsins eins og heilbrigðiskerfið, menntakerfið, velferðarkerfið og samgöngukerfið hafi verið fjársveltir og að þeir ætli að breyta því. Til að styrkja þá innviði þarf að afla meiri tekna og það verður ekki gert nema með hækkun skatta. 

Það að lofa skattalækkunum eða að hækka ekki skatta er því loforð um að hafa þessa mikivægu innviði áfram í fjársvelti og að þeir haldi því áfram að veikjast.

Sigurður M Grétarsson, 22.11.2016 kl. 17:51

2 identicon

Ég segi það sama og þú, Sigurður, enda á ég líka eftir að sjá, að hrokagikkurinn Benedikt sætti sig við að sitja í stjórn undir forsæti Katrínar, þar sem mér hefur skilist á málflutningi hans, að hann vilji helst af öllu mynda ríkisstjórn sjálfur, þar sem hann getur verið forsætisráðherrann, nema honum takist á fá Kötu til að láta sér eftir þann stólinn, sem ég efast um, að hún samþykki. Að öðru leyti er ómögulegt að átta sig á því, hvað þetta fólk vill eða er að hugsa. Ég efast samt um, að þetta sé sú ríkisstjórn, sem við kjósendur vildum að kæmi út úr kosningunum, og Sjálfstæðisflokkurinn yrði utan stjórnar. Ég er líka sammála þeim, sem segja, að það sé dónaskapur gagnvart okkur kjósendum að hafa deyjandi flokk Samfylkingarinnar með í þessarri jólastjórn, sem stendur til að mynda, ef það þá tekst, sem ég stórefast um.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2016 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828276

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband