Vinstri menn komu framsali kvótans á

Enn og aftur skapast mikil umræða um kvótann og þau verðmæti sem hann skapar mörgum. Nýjasta umræðan er um hvernig Samherjamenn afhenda börnum sínum verðmætin,sem fyrst og fremst er gífurlega mikil eign á kvóta.

Margir vilja kenna Sjálfstæðismönnum um hvernig margir útgerðarmenn hafa hagnast mikið gegnum tíðina á kvótanum.

Þessu fólki væri hollt að rifja upp söguna. Hverjir komu framsali kvótans á? Þann 5.maí 1990 voru lög samþykkt á Alþingi sem heimiluðu framsal kvótans. Í ríkisstjórn sátu þá Framsóknarflokkurinn,Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið.Þessi aðgerð frá 1990 hefur skapað þann möguleika að mþeir stóru hafa getað safnað að sér gríðarlegu magni af kvóti,sem samkvæmt þessu kerfi skapar þeim milljarða í hagnað.

Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði á móti framsali árið 1990.

Það er því mjög skrítið að heyra nú þingmenn Samfylkingar og VG gagnrýna kvótakerfið og þá sérstaklega framsalið.

Ég held að það sé rétt sem Þorsteinn Pálsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir,að útgerðir ættu ekki að fá lengri afnot af kvótanum heldur en í 25-30 ár. Auðvitað verður að undirstrika að útgerðir hafa aðeins veiðihemildir en eiga ekki kvótann eða fiskinn í sjónum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hvað eru margir á þingi í dag, sem voru á þingi árið nítján hundruð og níutíu? Aumingjanum mér kemur aðeins einn í hug. Sá situr í hásætinu í dag og sér ekkert athugavert við þá sviðnu jörð, sem eftir hann liggur.

 Hann sér aðeins sína glæstu sigra og sjálfs síns óskeikulleik. Ein versta meinsemd sem þjóðin hefur alið og þurft að skríða fyrir. Ekki einu sinni, ekki tvisvar, heldur þrisvar.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 19.5.2020 kl. 23:41

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Undarlegt að að hann heiti ekki Pétur.

Halldór Egill Guðnason, 19.5.2020 kl. 23:49

3 identicon

Framsal kvóta er reyndar eitt aðalsmerki kerfisins til hagræðingar í greininni. En að gefa kvóta eða erfa ætti að vera bannað enda ekki um raunverulega eign að ræða. Ég held að það sé í raun betra að fastsetja það ákvæði í stað 25 árann hans Þorsteins.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 20.5.2020 kl. 09:10

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stjórnmálaflokkar eiga sem sagt ætíð að hafa sömu skoðun á öllum málum og án tillits til þess hvort þau hafi þróast til betri eða verri vegar?! cool

Þannig eigi til að mynda Framsóknarflokkurinn að hafa núna nákvæmlega sömu skoðanir til dæmis í landbúnaðarmálum og þegar langafi minn stofnaði flokkinn fyrir meira en 100 árum eða þegar sonur hans var atvinnumálaráðherra.

Og allir fimmtugir menn séu kjánar ef þeir hafa ekki sömu skoðanir og þegar þeir voru tvítugir árið 1990.

Þar að auki verði Vinstri grænir og Samfylkingin að hafa nákvæmlega sömu stefnu núna og Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn höfðu fyrir þremur áratugum. cool

Þorsteinn Briem, 20.5.2020 kl. 09:48

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allir íslenskir ríkisborgarar, hvort sem þeir búa hér á Íslandi eða erlendis, eiga til að mynda öll fiskimiðin hér við Ísland, allar íslenskar þjóðlendur, alla íslenska þjóðvegi og Landsvirkjun.

"1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. ... Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum."

Lög um stjórn fiskveiða nr. 116/2006

Veiðigjald
í íslenskum sjávarútvegi er gjald til íslenska ríkisins fyrir að fá að veiða fisk en ekki skattur.

Íslenska ríkið heldur utan um eignir íslensku þjóðarinnar, til að mynda þjóðlendur og Þjóðleikhúsið, og ekki er til ríki án þess að menn búi í ríkinu, frekar en til eru fiskiskip án nokkurra útgerða.

Og fyrir hönd íslensku þjóðarinnar útdeilir sjávarútvegsráðherra aflakvótum ár hvert til íslenskra útgerða.

Íslenskir aflakvótar eru þar af leiðandi réttindi til að veiða ákveðið magn af fiski ár hvert og því eign útgerðanna í þeim skilningi, þannig að kvótarnir, veiðiréttindin, geta gengið kaupum og sölum á milli útgerða, bæði innan hvers fiskveiðiárs og til lengri tíma.

Aflakvótar geta hins vegar aukist eða minnkað frá einu fiskveiðiári til annars í samræmi við ákvörðun sjávarútvegsráðherra fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.

Útgerðir greiða veiðigjald til íslensku þjóðarinnar fyrir þau fiskveiðiréttindi, aflakvóta, sem sjávarútvegsráðherra úthlutar þeim fyrir hönd þjóðarinnar og veiðigjaldið fer til að mynda í að greiða kostnaðinn við rekstur hafna og Landhelgisgæslunnar.

Þorsteinn Briem, 20.5.2020 kl. 10:14

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvers vegna verður allt vitlaust þegar eigendur Samherja afhenda börnum sínum hlutabréfin? Breyttist eitthvað varðandi kvótakerfið við það? Er það eitthvað öðruvísi en þegar hlutabréf í útgerðarfyrirtækjum eru seld og keypt? Nei. Ástæðan er einfaldlega sú að sumir einstaklingar sjá ofsjónum yfir því sem aðrir eiga og öfundin er það sem drífur þetta fólk áfram. Ekkert annað. Ef þessari manneskju væri alvara í því að breyta kvótakerfinu, hvers vegna gerir hún þá ekkert til þess?

Þorsteinn Siglaugsson, 20.5.2020 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828276

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband