Meistarar í falsfréttum?

Út um allan heim er ausið yfir okkur alls konar falsfréttum.Reynt er að sannfæra okkur með falsfréttum. Reynt er að hafa áhrif á úrslit kosninga með því að lauma inn falsfréttum í kosningabaráttuna.Þetta er vissulega áhyggjuefni.

Hér á Íslandi má sjá þess glögg merki að ákveðnior aðilar ætla ekki að láta sitt eftirliggja í baráttunni um meistaratitil í falsfréttum. Að fylgjast með vinnubrögðum meirihluat borgarstjórnar Reykjavíkur sýnir að þar á bæ er mikil tilhneiging til að taka þátt í keppninni um meistaratitil falsfrétta.

Nýjasta dæmið er umræðan um gas og jarðefnastöðina. Þrátt fyrir mikinn kostnað er því haldið fram að allt sé í sómanum. Þrátt fyrir að litlar líkur séu á því að moltan verði nothæf er öðrun haldið fram af meirihlutanum. Þrátt fyrir að engin markaður sé fyrir sölu metans heldur meirihlutinn miklar lofræður um ágæti metanframleiðslunnar og segir nægan markað til staðar.Þrátt fyrir að Reykvíkingar flokki aðeins í tvær tunnur heldur meirihlutinn öðru fram og segir bestu flokkun í Reykjavík á öllu landinu. Það sé flokkað í lífrænt,þótt engin kannist við það.

Flugvöllurinn skal fara. Meirihluti borgarbúa vill það segir Dagur og félagar. Allar kannanir benda til að mikill meirihluti borgarbúa sé á móti. Þrátt fyrir það segir meirihluti borgarstjórnar annað. Styðst hann við niðurstöðu 19 ára gamalla úrslita í skosningum. Þar sem örlítill meeirihluti vildi flugvöllinn burt. Margt hefur nú breyst síðan. Þetta er enn eitt dæmið um falsfréttir meirihluta borgarstjórnar.

Meirihluti borgarstjórnar segir að nánast allir vilji banna bílaumferð í miðborginni. Þetta er eins rangt og hægt er. Samt heldur meirihluti borgharstjórnar áfram að halda hinu gagnstæða fram.

Meirihluti Dags segir að fjármál borgarinnar séu í miklum sóma,þrátt fyrir að tölur sýni allt annað. Rekstur og staða borgarinnar er mun verri en áætlað var.

Miðað við þessi dæmi og mörg fleiri,bragga málið,myglumálin í skólunum og mörg fleiri er ekki skrítið að margir telja meirihluta borgarstjórnar eigi góða möguleika á að vinna titilinn meistarar falsfrétta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fullyrt hefur til að mynda verið að flugskýli Ernis væri á landi ríkisins við Skerjafjörð. cool

Í fyrsta lagi keypti Reykjavíkurborg landið við Skerjafjörð af ríkinu og í öðru lagi hefur flugskýli þetta allan tímann verið á landi Reykjavíkurborgar, einnig áður en borgin keypti þetta land af ríkinu, eins og sjá má lengst til hægri á teikningu í þessari frétt:

Ríkið selur Reykjavíkurborg land við Skerjafjörð

Landið undir norður-suður flugbraut Reykjavíkurflugvallar er í eigu Reykjavíkurborgar, bæði sunnan við og norðan við austur-vestur flugbrautina, en landið undir þeirri braut er í eigu ríkisins.


Ein flugbraut hefur hins vegar ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu en ríkið getur selt landið til að fjármagna flugvöll í Hvassahrauni.

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið 92% verðbólga hér á Íslandi. cool

"Áætlað er að fullbúinn innanlands- og varaflugvöllur í Hvassahrauni, sem jafnframt þjónaði sem kennslu- og einkaflugvöllur, kosti um 44 milljarða króna en kostnaður við nauðsynlega uppbyggingu í Vatnsmýrinni er um 25 milljarðar króna."

Mismunurinn er því einungis 19 milljarðar króna. cool

Flugvallakostir_á suðvesturhorni landsins - Nóvember 2019

Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.

"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og meina öðrum að nota hann."

28.11.2019:

Samkomulag Reykjavíkurborgar og ríkisins um Hvassahraun

Þorsteinn Briem, 13.6.2020 kl. 15:50

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 19.9.2018:

Um 71% Reykvíkinga eru ánægðir með göngugöturnar í miðbæ Reykjavíkur, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu. cool

Meirihlutaflokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur og allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu nú í haust að gera hluta Laugavegar að göngugötu allt árið og fjölga göngusvæðum í Kvosinni.

Sautján þúsund manns ganga eða hjóla í Bankastrætinu og á neðsta hluta Laugavegarins að meðaltali á degi hverjum, eða 6,2 milljónir manna á ári.

Þriðjungur Reykvíkinga býr vestan Kringlumýrarbrautar og þar eru langflest hótel, gistiheimili og veitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu, að eigin ósk.

Og þar vilja flestir Reykvíkingar búa samkvæmt skoðanakönnunum.

29.6.2015:

"Lengsta mögulega vegalengd sem fólk þarf að ganga frá bíl sínum til að komast í alla verslun og þjónustu á Laugaveginum í miðbæ Reykjavíkur er 350 metrar þegar lagt er í bílastæðahúsi, sem jafngildir um þriggja mínútna gangi miðað við meðalgönguhraða.

Þetta kemur fram í úttekt sem Andri Gunnar Lyngberg arkitekt hjá Trípólí arkitektum og Björn Teitsson upplýsingafulltrúi unnu."

29.8.2018:


"Meiri­hluti Reyk­víkinga lítur já­kvæðum augum á göngu­götur í mið­borginni.

Í könnun sem Maskína fram­kvæmdi ný­verið kemur í ljós að 71% eru já­kvæð fyrir göngu­götum en 11% nei­kvæð.

Þá eru 77% á því að göngu­göturnar hafi já­kvæð á­hrif á mann­líf í borginni en 8% telja á­hrifin nei­kvæð."

17.4.2019:

"Kaupmenn segjast dauðþreyttir á neikvæðri umfjöllun um miðborgina og telja margir mikla möguleika fólgna í göngugötum."

"Samkvæmt könnun frá árinu 2017 reyndust 75% íbúa Reykjavíkur hlynntir göngugötum."

"Um 12% aðspurðra eru neikvæðir. Þetta er svipað hlutfall og í könnunum frá árunum 2014 og 2015."

"Verslunareigandi segist þreyttur á neikvæðri umfjöllun um miðborgina.


"Mér leiðist óskaplega þessi neikvæða umræða og þetta niðurtal.

Ég veit um fjölda fólks meðal verslunareigenda sem eru mjög ánægðir hér í bænum og ég vil meina að miðbærinn hafi aldrei verið skemmtilegri en einmitt núna," segir Auðunn G. Árnason, eigandi Fríðu gullsmiðju, sem bendir á að líf sé einnig að færast yfir í hliðargötur við Laugaveg og Skólavörðustíg." cool

Þorsteinn Briem, 13.6.2020 kl. 16:07

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.6.2020 (í fyrradag):

"Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að Reykjavíkurborg vilji að borgarbúar geti flokkað lífrænan úrgang í sér tunnur á næsta ári.

Dagur segir að um áramótin verði valið á milli tveggja leiða sem íbúar prófi í tilraunaskyni í tveimur borgarhlutum."

"Dagur segir að hægt sé að skipta móttökustöðinni í Gufunesi upp þannig að hreinn lífrænn úrgangur sé sér og blandaður annars staðar.

Tilraunaverkefni hófst á Kjalarnesi í október í fyrra. Þar var tunnunni skipt upp en í haust verði prófuð brún sér tunna í öðru hverfi.

"Og um áramótin ætlum við okkur að velja á milli þessara aðferða til að geta sótt lífrænt heim til fólks um mitt næsta ár þegar við sjáum fyrir okkur að Gas- og jarðgerðarstöðin verði komin í fulla vinnslu."

Þá skipti miklu máli að atvinnulífið flokki, þar sem 90% af því sorpi sem falli til á höfuðborgarsvæðinu komi frá fyrirtækjum.

Dagur segir að tímamót verði í næstu viku þegar Gas- og jarðgerðarstöðin
(GAJA) verði tekin í notkun.

Fyrir umhverfið jafnist það á við að fjarlægja 40 þúsund bíla af götunum." cool

Þorsteinn Briem, 13.6.2020 kl. 16:40

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kosning um Reykjavíkurflugvöll fór fram og spurt var hvort flugvöllurinn ætti að fara af Vatnsmýrarsvæðinu eftir árið 2016 og eftir því hefur verið unnið og samningar gerðir á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins.

20.3.2001:

"Í kosningunni, sem var rafræn, var hægt að kjósa á milli þriggja kosta.

Í fyrsta lagi að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri eftir 2016.

Í öðru lagi að flugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi var hægt að skila auðu."

Meirihlutinn vill flugvöllinn burt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins og staðsetningu flugvallarins

Skipulag á flugvallarsvæðinu er að sjálfsögðu gert til langs tíma en ekki til nokkurra ára og fimm borgarstjórnarkosningar hafa farið fram hér í Reykjavík á þessu tímabili.

Meirihluti borgarfulltrúa hefur allan tímann viljað að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu. cool

Og að sjálfsögðu hefur verið kosið um flugvallarmálið í öllum þessum kosningum.

Ekki ætti að vera til betri skoðanakönnun um flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu en þessi undirskriftasöfnun með öllum sínum auglýsingum:

"Undirskriftir árið 2013 um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá á landinu öllu." cool

20.9.2013:

"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.

Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar, höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.

En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23% kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins." cool

Þorsteinn Briem, 13.6.2020 kl. 17:22

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jónas Kristjánsson 12.6.2020 (í gær):

"Ársreikningar eru ágæt heimild um fjármálastjórn. Séu ársreikningar Reykjavíkur, Garðabæjar og Seltjarnarness fyrir árið 2019 bornir saman kemur fram að liðurinn "skuldir og skuldbindingar" hefur hækkað frá árinu áður, 2018, um 54% hjá Seltjarnarnesi, 15% hjá Garðabæ en 4,8% hjá Reykjavík. cool

Eigið fé á íbúa á Seltjarnarnesi lækkaði um 20 þúsund krónur en hækkaði hjá Garðabæ um 5.800 krónur og í Reykjavík hækkaði eigið fé á íbúa um 10.400 krónur. Og þannig mætti lengi telja.

Reykjavík er ekki verr rekin en nágrannasveitarfélögin nema síður sé og Seltjarnarnes er eina sveitarfélagið sem er rekið með tapi. Hvernig er það hægt? Þar hafa ekki verið neinar framkvæmdir í fjölda ára." cool

"Seltjarnarnesið er lítið og lágt.
Lifa þar fáir og hugsa smátt.
Aldrei líta þeir sumar né sól.
Sál þeirra er blind einsog klerkur á stól.

Konurnar skvetta úr koppum á tún.
Karlarnir vinda segl við hún.
Draga þeir marhnút í drenginn sinn.
Duus kaupir af þeim málfiskinn."

Hvað er á Seltjarnarnesi?!

Nærri því ekki neitt.

Ekki einu sinni miðbær.

Einungis verslunarmiðstöð við bæjamörk Seltjarnarness og Reykjavíkur.

Þar var ekki einu sinni pláss fyrir nýja Bónusverslun, þannig að ný verslun var opnuð úti á Granda í Reykjavík í stað þeirrar sem lokað var á Seltjarnarnesi.

Hversu stór höfn er á Seltjarnarnesi og hversu miklu er landað þar?!

Höfnin í Kópavogi er meira að segja stærri.

Seltirningar sækja nær alla þjónustu og vinnu til Reykjavíkur og enginn framhaldsskóli, banki eða pósthús er á Nesinu. cool

Þorsteinn Briem, 13.6.2020 kl. 19:01

6 identicon

 Sæll Sigurður.

Þetta eru orð í tíma töluð.

Mættum við þó beina augum vorum
að falsfréttum heimsbyggðarinnar
þó lítil og lág utan Íslands.

Alls engar fréttir berast af sigurgöngu Joe Biden um öll ríki BNA
og nú síðast í Texas þar sem aðdáendur krömdust fjölmargir Valhallar
til þegar mest gekk á.

Menn henda á lofti innantómum frösum frá liðinni tíð eins og:
Ich bin ein Berliner og Tear this wall down þegar meistari og orðagrér
mestur, sjálfur Joe Biden af upphafning andans en lítillæti segir: Ég ætla að sigra Joe Biden!

Hverjum hefði dottið slíkt í hug nema helstu hugsuðum sögunnar og varla þó
því ofar er þetta því stærsta og mesta; bókasafnið í Alexandríu bliknar
í samanburði við þessa tæru snilld.

Það særir og meiðir hvert heiðvirt smáblóm þegar skörungar sögunnar loks birtast
að þá skuli til slíkir frambjóðendur lágkúru og lítillar auðnu að þeir skirrist
ekki við í ógnaræði sínu að snúa loftnetum á húsum og senditáknum helstu sjónvarps-
og útvarpsstöðva heimsins, eins og Stöð 2 og RÚV, þannig að einungis birtist
myndir af þeim sjálfum þegar merki dýrsins 666 hæfði þeim best.

Þau tíðindi sem bárust í morgun frá Iðavöllum Texasríkis, að kýr hefði stangað Joe Biden
er ekki annað en uppörfun hans lýðs og hvatning þeim er sáu hetju sína horfast í blóðug
augu heiftar og haturs, heilaþvotts og steikts heila í óargadýri þessu því eigi var hjarta
sem fóarn í fugli heldur hert af hvatleik af hæstum höfuðsmið.

Áfram Shakin´ Biden!

Image result for evil cow

Húsari. (IP-tala skráð) 14.6.2020 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828277

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband